Skráð 1. des. 2022
Deila eign
Deila

Þórsstígur 30

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
232.6 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
110.000.000 kr.
Fermetraverð
472.915 kr./m2
Fasteignamat
45.150.000 kr.
Brunabótamat
87.500.000 kr.
Byggt 2009
Fasteignanúmer
2318724
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
3
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Þórsstíg 30, Grímsnes- og Grafningshreppi.
 
Virkilega vel vandaður og glæsilegur sumarbústaður á þremur hæðum á fallegum útsýnisstað. Eignin stendur á 9000 fm. eignarlóð á lokuðu svæði með símahliði í rólegu og fjölskylduvænu sumarbústaðarhverfi. Göturnar á svæðinu eru með bundnu slitlagi.  Mikil lofthæð er í húsinu sem og stórir gluggar sem gerir það bjart og fallegt með stórkostlegt útsýni. Birt stærð séreignar er 217,6 fm skv. Þjóðskrá Íslands en skráð heildarstærð er 228,6 fm.
Til viðbótar er 15 fm. gestahús sem er óskráð með eldhúsinnréttingu og baðherbergi með sturtu.
Þriggja fasa rafmagn er inn í húsið og er hitaveita til kyndingar.
Húsið skiptist í jarðhæð sem er með steyptu gólfi og veggjum. Aðalhæð sem er einnig með steyptu gólfi með gólfhitakerfi. Rishæð sem er teppalögð.
 
Skipti á íbúð á höfuðborgarsvæðinu kemur til greina.

 
Hér má sjá kynningarmyndband af eigninni:
https://youtu.be/VRXLYf7wEpg

Nánari lýsing
Jarðhæð:

Jarðhæðin er 95,4 fm. talsins.
Rýmið er nýlega tekið í gegn, steypt gólf og veggir með fullri lofthæð. Rýminu er skilað með fullbúnu baðherbergi með klósetti, vaski, innréttingu og sturtu. Gólf verða með vínilflísum frá versluninni Álfaborg. Veggir og loft eru nýmáluð hvít, gólfin slétt steingólf. Tveir gluggar eru á jarðhæðinni ásamt góðri útihurð.
Að utan á jarðhæðinni er heitur pottur og er búið og verið að setja steinflísar á steypta veggina. Við hliðina er lagnakompan með öllum inntökum og rafmagnstöflu fyrir framan á vegg. Einnig er stór útigeymsla undir palli.
 
Aðalhæð:
Aðalhæðin er 95,4 fm. talsins.
Anddyri: Parketlagt anddyri, stór fataskápur og stigi uppá rishæð.
Svefnherbergin: 3 rúmgóð svefnherbergi með parket á gólfum.
Baðherbergi: Flísar á gólfi, upphengt salerni og sturta, þar er tengi fyrir þvottavél.
Alrými: Mikil lofthæð er í alrýminu sem og stórir gluggar sem gerir það bjart og fallegt með stórkostlegt útsýni. Parket á gólfi og þar er útgengi út á stóran sólpall.
Eldhús: Góð grá eldhúsinnrétting með innbyggðum ísskáp, ofn, helluborð, uppþvottavél og örbylgjuofn.
 
Rishæð:
Rishæðin er 37,5 fm talsins og er nýuppgerð.
Komið er upp stiga úr forstofu í setustofu, hæðin er teppalögð, rúmgott svefnherbergi með kvisti, baðherbergi hefur flísar á gólfi, góða baðherbergisinnréttingu, salerni og sturtu. Geymsluskápar eru undir súð. Settir verða upp rafmagnsofnar á riðshæð til kyndingar.
 
Gestahús:
Er óskráð og er 15 fm. talsins.
Stendur við bílastæði og er fullinnréttað með eldhúskrók/svefn/stofu og baðherbergi með sturtu, klósetti og vaski. Út til hliðar á húsinu er geymsla. Lítill sólpallur er fyrir framan húsið og aðkoman einkar snyrtileg.

Útisvæði og lóð:
Stórt bílastæði, stórir sólpallar við húsið á báðum hæðum. Heitur pottur er á jarðhæð. Reiturinn er mjög gróinn, mikið og gott útsýni. Í lóðinni er svo mjög góður útsýnispallur sem gefur möguleika á skemmtilegri nýtingu fyrir nýjan eiganda að ákveða.

Eignin er öll í fyrirmyndar viðhaldi. Gott sumarhúsafélag er á svæðinu, öll stjórnun og umgjörð eins og best verður kosið. Eigendur hafa greitt sinn hlut í lagningu bundins slitlags á Þórsstíginn.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ og í síma 420-4050 og á netfangið: es@es.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 70.000 með vsk, sbr. kauptilboð.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
15 m2
Fasteignanúmer
2318724
Mynd af M. Sævar Pétursson M.sc
M. Sævar Pétursson M.sc
Lögg. fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Þórsstígur 30
Skoða eignina Þórsstígur 30
Þórsstígur 30
805 Selfoss
232 m2
Sumarhús
644
474 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Skoða eignina Víðibrekka 21
Bílskúr
Skoða eignina Víðibrekka 21
Víðibrekka 21
805 Selfoss
174.2 m2
Sumarhús
424
689 þ.kr./m2
120.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache