Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu bjarta 2ja herbergja útsýnisíbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi við Hverfisgötu 82, 101 Reykjavík. Frábært útsýni í norður í átt að Esjunni. Birt stærð eignar er 49,7 fm og að auki er sérgeymsla á hæðinni. Húsið hefur að sögn eiganda fengið gott viðhald m.a. er nýlega búið að skipta um þakjárn, múrviðgerðir og málað að utan. Áformað er að skipta um glugga/gler (hljóðeinangrað) að utan í apríl/maí 2023 og greiðir seljandi kostnaðarhlutdeild íbúðar. Húsið er byggt árið 1960 og er teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt.Íbúðin skiptist í forstofu, stofu / svefnherbergi, eldhús, baðherbergi (þvottaaðstaða) og geymslu (er staðsett á sömu hæð).
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX Nánari lýsing:Forstofa: Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og fatahengi.
Stofan / svefnherbergi: Rúmgóð, fataskápur, parket á gólfi. Búið er að sameina stofu og svefnherbergi í eitt rými. Eldhús og stofa eru í opnu rými með stórri gluggaröða í í austur og gluggum í norður með fallegu útsýni yfir Esjuna.
Eldhús: Eldhús nýrri hvítri innréttingu, bakaraofn, keramikhelluborð, parket á gólfi.
Baðherbergi: Inn af forstofu, með innréttingu, sturtu, tengi fyrir þvottavél, flísar á gólfi og inn í sturtu.
Geymsla: Rúmgóð geymsla sem staðsett er á hæð utan við íbúð.
Sameign: Á fyrstu hæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sameiginlegar svalir til suðurs eru frá stigagangi.
Lóð: Sameiginleg 232 fm eignarlóð.
Staðsetning: Smellið hér. Að sögn eiganda er búið að endurnýja eftirfarandi: * Múrviðgerðir og málað að utan 2023.
* Ný eldhúsinnrétting og tæki 2023.
* Áformað er að skipta um glugga í apríl/maí 2023.
* Nýtt járn á þakið 2022.
Frábærlega vel staðsett eign með fallegu útsýni í hjarta borgarinnar. Stutt er í marga bestu veitingastaðir borgarinnar, í verslanir (Bónus í næsta húsi), skóla og alla almenn þjónustu. Gegnt húsinu er Vitatorg bílastæðahús. Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.