Fasteignaleitin
Skráð 6. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Smáragrund 9

EinbýlishúsNorðurland/Sauðárkrókur-550
165.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
76.000.000 kr.
Fermetraverð
459.492 kr./m2
Fasteignamat
63.700.000 kr.
Brunabótamat
76.450.000 kr.
Byggt 1968
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2132231
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað hvort eða hvenær endurnýjaðar
Raflagnir
Rafmagnstafla endurnýjuð
Frárennslislagnir
Ekki vitað hvort eða hvenær endurnýjaðar
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir 2025
Þak
Þakjárn og einangrun endurnýjuð 2019
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Stór sólpallur
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina Smáragrund 9, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Bjart, vel skipulagt og mikið endurnýjað fjögurra til fimm herbergja steypt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr alls 165,4 fm. 
Íbúðarhúsið er skráð 131,4 fm. og bílskúr 34 fm. 
Leigulóð hússins er 632,4 fm.
Fasteignin er vel staðsett og stutt í yngri deild leikskólans, grunnskóla, íþróttasvæði, sundlaug og fl.
Snyrtileg eign.


Íbúðarhúsið skiptist í 3 herbergi (voru áður fjögur), stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús, gestasnyrtingu og forstofu. 
Komið er í flísalagða forstofu með gólfhita.
Þar við er flísalagt þvottahús með nýlegri innréttingu. Gólfhiti er í þvottahúsi.
Við þvottahús er gestasnyrting og herbergi. Gestasnyrtingin er flísalögð og með tengi fyrir sturtu.
Herbergi er parketlagt. 
Eldhús var endurnýjað árið 2016. Flísar eru á gólfi og innrétting er hvít með ljósri borðplötu frá Fríform. AEG bakaraofn og uppþvottavél. Brot er í helluborði. Gólfhiti er í eldhúsi.
Stofa er parketlögð og með stórum gluggum sem snúa til suðurs og vesturs. 
Herbergisgangur er parketlagður og þar við er baðherbergi og tvö svefnherbergi. Á herbergisgangi er ný rennihurð út á sólpall í garði.
Áður voru svefnherbergin þrjú en búið er að sameina tvö herbergi í eitt. 
Herbergi eru öll parketlögð og í hjónaherbergi eru skápar. 
Á baðherbergi eru flísar á gólfi og veggjum, viðarinnrétting við vask, skápur, baðkar og handklæðaofn. Nýr gluggi fyrir baðherbergi er til en hefur ekki verið settur í.
Bílskúr er frágenginn. Ný bílskúrshurð er til í bílskúr. Skápar í bílskúr fylgja. 
Í garði er stór pallur sunnan við húsið.
Geymsluskúr í garði fylgir. 
Bílaplan er steypt.
Eigendur hafa í nokkur skipti orðið vör við að dropi frá þaki sem komi helst fram í eldhúsi.

Helstu endurbætur:
2025 - Gluggar (nema á baðherbergi) og rennihurð við herbergisgang endurnýjað.
2020 - Þvottahúsinnrétting endurnýjuð.
2019 - Þak einangrað og skipt um þakjárn.
2016 - Eldhús endurnýjað.
2010 - Baðherbergi endurnýjað.
Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð. 


Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/06/200917.635.000 kr.20.500.000 kr.165.4 m2123.941 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1976
34 m2
Fasteignanúmer
2132231
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
550
148.6
74
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin