Fasteignaleitin
Skráð 30. jan. 2024
Deila eign
Deila

Gylfaflöt 4

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
400 m2
Verð
3.000 kr.
Fermetraverð
8 kr./m2
Fasteignamat
397.750.000 kr.
Brunabótamat
392.950.000 kr.
Mynd af Agnar Agnarsson
Agnar Agnarsson
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 2019
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2361957
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Stál
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
danfoss
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Matsstig
8 - Í notkun
***DOMUSNOVA KYNNIR * NÝLEGT 385FM. ATVINNUHÚSNÆÐI MEÐ MIKILLI LOFTHÆÐ TIL LEIGU***
**MÖGULEIKI Á STÆKKUN MILLIGÓLFS UM 62FM. TIL VIÐBÓTAR**
***MÖGULEGT AÐ LEIGJA FÆRRI EÐA FLEIRI FERMETRA EFTIR NÁNARA SAMKOMULAGI***


TIL LEIGU glæsilegt nýlegt iðnaðarhúsnæði reist úr stálgrind.  Lofthæð 9m undir mæni og 7,5m vegghæð.  Lofthæð undir milligólf 4,0m
Fjórar innkeyrsluhurðir (tvær á hvora hlið) eru 3,2m. á hæð og 3,0m. á breidd, gefur möguleika á gegnumakstri í sal. 
Inngöngudyr við hlið hverrar innkeyrsluhurðar.
Salur 323fm. ásamt vönduðu milligólfi um 62fm. og stækkanlegt í 124,5fm. ef óskað er eftir því, innréttað fyrir skrifstofu og kaffistofu parketlagt og með góðu útsýni yfir sal og út í vesturátt með miklu auglýsingagildi.
Leiguverð á mánuði frá kr. 1.155.000,- auk vsk. eða kr. 3.000,- + vsk. á mánuði.
Langtímaleiga í boði.
Húsnæðið er með tvær gluggahliðar, í austur og vestur og snýr því önnur hliðin að Gufunesi með miklu auglýsingagildi.
Gólfsíðir gluggar og inngöngudyr sem gerir húsnæðið mjög bjart og skemmtilegt.
Verslunar- og lagerrými á jarðhæð með góðum innkeyrsluhurðum og gott skrifstofurými ásamt eldhúsi á efri hæð að hluta með gluggum til vesturs. 
Nánari lýsing:
Neðri hæð: Samtals 323fm. með fjórar vandaðar innkeyrsluhurðir ásamt inngönguhurð við hliðina.  Niðurfall í gólfi.  Lofthæð í sal um 9m undir mæni og 7,5m vegghæð.  3ja fasa rafmagn.
Efri hæð er 62fm. en mögulegt að stækka í 124,5fm.   Hringstigi úr stáli á efri hæð. Kaffistofa uppsett með eldhúsinnréttingu. Stór skrifstofa með góðum gluggum.
Húsið er vandað stálgrindarhús frá viðurkenndum aðila klætt með steinullar einangrun.
Milliloft merkt með grænu á teikningu, er vandaðar samlokueiningar sem gefa góðan styrk.
Sorpgámur staðsettur við enda lóðar.
Lóð malbikuð og fullfrágengin með nægum bílastæðum.
Laust nú þegar.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache