RE/MAX & & BJARNÝ BJÖRG KYNNA: Skemmtilega 4ra herbergja penthouse íbúð á tveimur hæðum með stórum yfirbyggðum þak svölum í góðu lyftuhúsi. Sérmerkt stæði er í bílakjallara sem fylgir íbúðinni. Alls er íbúðin skráð 112,4 fm og skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, þvottaherbergi innaf baðherbergi, aðalrými með stofu, borðstofu og eldhúsi . Útgengt úr stofu á stórar yfirbyggðar þak svalir með miklu útsýni.
Hér er um að ræða afar skemmtilega og vel skipulagða 4ra til 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í fallegu fjölbýli í miðbæ Garðabæjar.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Bjarný Björg Arnórsdóttir lgf., í 694-2526 / bjarny@remax.is
** SMELLTU HÉR og fáðu strax sölyfirlit sent **
Nánari lýsing: Íbúðin skiptist forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu á jarðhæð og stæði í bílageymslu. Komið er inn í forstofu þaðan sem gengið er upp hringstiga uppá aðra hæð íbúðarinnar þar sem eru tvö góð herbergi undir súð með þakgluggum.
Forstofa: Er með parket á gólfi og góðu skápaplássi.
Stofa: Stofa, borðstofa og eldhús mynda eitt stórt alrými og er íbúðin öll mjög björt og opin. Parket á gólfi.
Eldhús: Er með fallegri dökkri innréttingu, hvítar flísar er á milli efri og neðri skápa. Stálofn í vinnuhæð og gólf er flísalagt. Eldhúsið er opið inn í stofu. Eldhusið var endurnýjað árið 2018.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Baðherbergi: Fallegt baðherbergi með góðri innréttingu, sturtuklefa, baðkeri, handklæðaofn.Flísar á gólfi, baðherbergið var endurnýjað árið 2020.
Þvottaherbergi: Innaf baðherbergi með flísum á gólfi. Innréttingu og vélum í vinnuhæð.
Efri hæð: Á efri hæð eru 2 rúmgóð herbergi með þakgluggum. Parket á gólfi.
Geymsla: Góð geymsla í sameign fylgir íbúðinni
Bílageymsla: íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign og bílakjallari.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
__________________________
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk