DOMUSNOVA OG KRISTÍN EINARS. LGF. KYNNA Í EINKASÖLU:
FALLEGT, BJART OG STÍLHREINT 193,7 fm. EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ 4 SVEFNHERBERGJUM, 2 BAÐHERBERGJUM AUK GESTASNYRTINGAR.
24 fm. GEYMSLA ER EKKI INN Í UPPGEFINNI FERMETRATÖLU. EIGNIN ER ÞVÍ SAMTALS 217,7fm.
HÚSIÐ VAR TALSVERT MIKIÐ ENDURNÝJAÐ 2010 OG VANDAÐ VAR TIL HÖNNUNAR, EFNISVALS OG FRÁGANGS.
STÓR SÓLPALLUR SNÝR Í SUÐUR- OG VESTURÁTT. SKJÓLGIRÐING, HEITUR POTTUR, ÚTISTURTA OG ÚTIARINN.
Eignarlóð 830 fm með möguleika á að fullnýta til hins ýtrasta.Nánari lýsing:Forstofa er flísalögð, fataskápur með rennihurðum.
Gestasalerni með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni.
Úr forstofu er gengið í hol sem tengir saman stofur og önnur rými hússins, þar er parket á gólfi. Mikil lofthæð.Eldhúsið er opið og bjart með hvítum innréttingum.
Kvartz borðplötur frá Rein og flísar á gólfi. Innréttingar eru frá Ormsson með AEG tækjum, spanhelluborð og uppþvottavél.
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú á svefnherbergisgangi með parketi á gólfi og fataskápum.
Fjórða herbergið var útbúið í bílskúrnum með
sér aðgangi að baðherbergi með sturtu, allt nýlegt með flísum á gólfi og veggjum, upphengt salerni og innrétting.Stofur eru bjartar með parketi á gólfi. Borðstofan er við hlið eldhúss með útgengi út á sólpall.
Setustofan er afar rúmgóð með góðri lofthæð, parket á gólfi.Aðalbaðherbergi hússins er með flísum á gólfi og veggjum, vönduðu baðkari og walk-in sturtu með gleri, sérsmíðaðar hvítar innréttingar, upphengdu salerni. Granít á borði.
Innfelld lýsing í lofti og með gólfi.
Víða í húsinu hafa hitalagnir verið settar í gólf.Bílskúrinn er flísalagður, bílskúrshurð endurnýjuð fyrir nokkrum árum.Þvottaaðstaða og geymsla er í bílskúrnum í dag auk svefnherbergis og baðherbergis.Garðurinn er aflokaður með skjólveggjum bæði að framan og aftan, stór verönd með heitum nuddpotti og útisturtu.Tveir góðir geymsluskúrar eru á lóðinni.Eftirfarandi endurnýjun á eigninni hefur átt sér stað á undanförnum árum.*Þakjárn 2009. Þak málað 2019 með málningu sem á að endast í allt að 15 ár.
*Neyslu-, hita- og raflagnir ásamt skolp- og drenlögnum.
*Gólfefni frá Harðviðarval.
*Flísar frá Vídd.
*Allar innréttingar og tæki í eldhúsi og baði.
*Innihurðir.
*Bílskúr endurskipulagður.
*Skjólveggir og geymsluskúrar í garði.
*24 fm flísalögð geymsla við húsið (ekki inn í fermetratölu hússins).
Þetta er einstaklega vel skipulögð og falleg eign þar sem sérhver fermeter er nýttur til hins ítrasta.
Einstaklega skjólgóð lóð þar sem sólar nýtur í austur-vestur-og suðurátt.
Vinsæl staðsetning á Nesinu, þar sem örstutt er m.a. í leik- og grunnskóla, heilsugæslu, golfvöll,sundlaug o.fl.Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.894 3003 / kristin@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.