Fasteignaleitin
Skráð 14. jan. 2025
Deila eign
Deila

Lambhagi 6

EinbýlishúsSuðurland/Selfoss-800
257.8 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.900.000 kr.
Fermetraverð
387.510 kr./m2
Fasteignamat
105.200.000 kr.
Brunabótamat
107.550.000 kr.
Mynd af Snorri Sigurfinnsson
Snorri Sigurfinnsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1973
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2186605
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upphaflegar
Raflagnir
Upphafleg tafla og nýlegt
Frárennslislagnir
upphaflegar
Gluggar / Gler
almennt gott
Þak
Upphaflegt en málað 2023
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Hægt væri að breyta forstofuherbergi í annað baðherbergi.
Gallar
Eldhúsinnrétting er farin að slitna og útveggi í eldhúsi þarf að yfirfara.
Hluti ljósa í elsta hluta hússins er stýrt í upprunalegri rafmagnstöflu.
 
Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Lambhagi 6. Húsið í skóginum. Stórt fjölskylduhús í góðu ástandi. Alls 257,8 fm. Tvær stofur, sex herbergi, tvöfaldur bílskúr.
Húsið er timburhús byggt í áföngum og segja má að það sé í Skandinavískum stíl. Upphaflegi hluti hússins er 119,7 fm, norskt hús á steyptum sökkli með timburgólfum. Við það var svo byggður tvöfaldur bílskúr 52,5 fm árið 1990.  
Árið 2004 var byggð við það viðbygging á steypti plötu, 66,1 fm og gróðurhús bakvið bílskúrinn var byggt 1993 og er 19,5 fm. 

Húsið getur verið laust til afhendingar við kaupsamning.


Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Nýlega er búið að mála þak og sökkul og klæðning og gluggar líta vel út. Innveggir hafa að mestu leiti verið endur klæddir. Gólfefni sem eru lútuð furuborð og flísar og hvíttaðar fulninga innihurðir hafa í gegnum árin verið endurnýjuð ásamt innréttingum og fataskápum. Í viðbyggingu er hiti í gólfi en annars staðar er forhitari ofnalagnir og ofnar frá 1989. Skolplagnir eru endurnýjaðar út úr húsi frá eldhúsi og baðherbergi.
Mjög gróinn garður með miklum og fjölbreyttum trjágróðri sem skapar mjög hlýlega stemningu. Hellulögð innkeyrsla og sólpallur í suðurgarði.

Nánari lýsing.
Eldri hluti. Forstofa, lítið forstofuherbergi, notað sem geymsla í dag. Hol. Eldhús og borðstofa í opnu rými, Hvít eldhúsinnrétting sem er farin að láta aðeins á sjá, ofn í vinnuhæð.  Þrjú svefnherbergi í mismunandi stærðum, eitt þeirra er notað sem fataherbergi í dag. Þvottahús með innréttingu. Baðherbergi með sturtu og baðkari, upphengt salerni. Lítil forstofa þaðan sem er innangengt í bílskúr. Rúmgóð stofa sem er opin inn í viðbygginguna.
Viðbygging. Mjög bjart og skemmilega hannað rými með uppteknum loftum með hvíttuðum panel.  Stór stofa, rennihurð út á sólpall. Kamína í horni stofunnar. Tvö góð svefnherbergi, annað þeirra með hurð út á sólpall.
Bílskúr. Opið rými með uppteknu lofti, tvær aksturshurðir. Stálbiti í lofti, bílalyfta getur fylgt. Hurð á bakhlið bílskúrs inn í gróðurhús. 
Gróðurhús. Steyptur sökkull og hellulagt gólf. Álgrind og gler í hliðum og harðplast í lofti, sjálfvirk gluggaopnun.

Einstaklega áhugaverð stór fasteign góðum stað á Selfossi.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða snorri@husfasteign.is
Bókið skoðun hjá fasteignasala.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1990
52.5 m2
Fasteignanúmer
2186605
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Birkigrund 22
Bílskúr
Skoða eignina Birkigrund 22
Birkigrund 22
800 Selfoss
197.9 m2
Parhús
513
495 þ.kr./m2
98.000.000 kr.
Skoða eignina HELLUHRAUN 1
Bílskúr
Skoða eignina HELLUHRAUN 1
Helluhraun 1
810 Hveragerði
308.7 m2
Einbýlishús
423
333 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina Heinaberg 15, Laust til afhendingar
Bílskúr
Heinaberg 15, Laust til afhendingar
815 Þorlákshöfn
206.3 m2
Einbýlishús
513
470 þ.kr./m2
97.000.000 kr.
Skoða eignina Miðkriki
Bílskúr
Skoða eignina Miðkriki
Miðkriki
861 Hvolsvöllur
304.2 m2
Einbýlishús
514
312 þ.kr./m2
95.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin