Fasteignaleitin
Skráð 19. des. 2024
Deila eign
Deila

Laugavegur 39

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
123.3 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
98.900.000 kr.
Fermetraverð
802.109 kr./m2
Fasteignamat
80.500.000 kr.
Brunabótamat
49.500.000 kr.
Mynd af Jason Kristinn Ólafsson
Jason Kristinn Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1942
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2004766
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Í lagi/ endurnýjað
Raflagnir
Í lagi / endurnýjað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
í lagi
Þak
Ekki vitað
Svalir
Rúmgóðar svalir
Upphitun
Hitaveita/gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Betri Stofan fasteignasala Borgartúni 30 og Jason Kristinn kynnir: Vönduð og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 123 fm, íbúð á 2. hæð við Laugaveg 39 með sérmerktu bílastæði. 3ja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, tvö baðherbergi, annað þeirra er með þvottaaðstöðu, eldhús/borðstofu með útgengi út á svalir sem snúa í norður í átt að baklóð þar sem bílastæðið er. Virkilega smekkleg og vönduð eign sem vert er að skoða á vinsælum stað í bænum. Stutt í verslanir, veitingastaði, þjónustu og sundlaug.

BÓKIÐ SKOÐUN: Jason Kristinn Ólafsson, löggiltur fasteignasali í síma 7751515 eða jason@betristofan.is

Eignin var öll tekin í gegn fyrir 2 árum. Fallegur stigagangur er teppalagður og sérsmíðað bogadredið viðarhandrið við stiga.
Gengið er inn í flísalagða forstofu með innbyggðum fataskáp, loftið er klætt með hljóðdempandi plötum í hnotu ásamt innbyggðri lýsingu.
Rúmgott svefnherbergi með fataskápum, gluggi í suður, fallegt eikar parket er á gólfi. Hurðar og veggpanill er spónlögð hnota sérsmiðað. Stofan er með eikar parketi. Veggpanill er í stofu á vegg þar sem gengið er inn á baðherbergi, baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með "walk-in" sturtu og Ifø baðinnréttingu frá Tengi. Gólfhiti er á baðherbergjum.
Eldhúsið er með vandaðri innréttingu frá HTH, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, eldhúseyja er úr límtrésbita með helluborði, flísar eru á eldhúsrými og borðstofa með eikar parketi. Frá borðstofu er gengið út á svalir sem snúa í norður. Annað baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með þvottaaðstöðu og Ifø baðinnréttingu frá Tengi. Svefnherbergið er með eikar parketi og glugga í norður. Snjall rafmagnskerfi er fyrir lýsingu.

Íbúðin: Ný rafmagnstafla er í íbúðinni ásamt nýjum skólplögnum og neysluvatnslögnum frá stofni í íbúð. Búið er að steina allt húsið að utan. Teikning: fyrirliggjandi teikningar eru ekki í samræmi við núverandi skipulag hússins og eru kaupendur hvattir til að kynna sér það ítarlega.

Sérmerkt bílastæði er á baklóð og þaðan er einnig hægt að ganga inn um sameiginlegan inngang. Sameign: vegleg sameign með teppalögðum stigagangi og flísalagðri forstofu. Rúmgóð 23,3 fm sérgeymsla í kjallara.

Eftirfarandi viðhald var gert á árunum 2015-2021:
Þakplötur endurnýjaðar. Framhlið húss viðgerð og endursteinuð. Bakhlið húss viðgerð og endursteinuð. Ljós sett í alla sameign með snertiskynjurum

Nánari upplýsingar veitir: Jason Kristinn Ólafsson - Löggiltur fasteignasali í síma 775-1515 eða jason@betristofan.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
05/12/202259.150.000 kr.85.500.000 kr.123.3 m2693.430 kr.
06/01/202158.050.000 kr.52.500.000 kr.123.3 m2425.790 kr.
21/11/201639.850.000 kr.46.000.000 kr.123.3 m2373.073 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vesturvin V1 íb 308
Bílastæði
Opið hús:19. jan. kl 13:00-14:00
Vesturvin V1 íb 308
101 Reykjavík
94.5 m2
Fjölbýlishús
312
1063 þ.kr./m2
100.500.000 kr.
Skoða eignina Barónsstígur 25
Barónsstígur 25
101 Reykjavík
113.6 m2
Fjölbýlishús
42
835 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
94.5 m2
Fjölbýlishús
413
1003 þ.kr./m2
94.800.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 92
Bílastæði
Skoða eignina Hverfisgata 92
Hverfisgata 92
101 Reykjavík
105.6 m2
Fjölbýlishús
312
974 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin