BYR fasteignasala kynnir í einkasölu MIÐGARÐUR 15A, 700 Egilsstaðir. Fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum í parhúsi við lítin botnlanga í grónu hverfi. Góð staðsetning á vinsælum stað á Egilsstöðum. Opið svæði er við húsið, stutt í alla almenna þjónustu s.s. skóla og íþróttamiðstöð og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er steypt parhús á tveimur hæðum byggt árið 1991. Neðri hæð 71.4 m² og efri hæð (ris) 61.2 m², samtals 132.6 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag; Neðri hæð: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, gestasalerni, skáli og stigi, þvottahús/geymsla.
Efri hæð: Þrjú herbergi, baðherbergi og geymsla.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |EIGNIN SELST Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HÚN ER Í OG MUN SELJANDI EKKI GERA NEINAR ENDURBÆTUR Á HENNI FYRIR SÖLU.
ÞVÍ ER SKORAÐ Á VÆNTANLEGA KAUPENDUR AÐ KYNNA SÉR VEL ÁSTAND EIGNARINNAR FYRIR KAUPTILBOÐSGERÐ
OG LEITA SÉR SÉRFRÆÐIAÐSTOÐAR UM NÁNARI SKOÐUN UM ÁSTAND EIGNARINNAR.Nánari lýsing
Neðri hæð:Anddyri, þaðan er innangengt í þvottahús/geymslu, flísar á gólfi.
Eldhús, U-laga innrétting, eldavél, vifta, stálvaskur, dúkur á gólfi, borðkrókur.
Stofa og borðstofa saman í rými, parket á gólfi, útgengt er út í garð.
Gestasalerni, salerni og handlaug, dúkur á gólfi.
Þvottahús/geymsla, dúkur á gólfi, gluggi. Rafmagnstafla og hitagrind er í þvottahúsi.
Skáli er inn af anddyri, dúkur á gólfi, tvöfaldur fataskápur, timburstigi liggur frá skála upp á efri hæð.
Efri hæð:Gangur, liggur að rýmum efri hæðar, dúkur á gólfi, lúga með stiga er uppá loft á gangi.
Herbergi I, hjónaherbergi með fataskáp, dúkur á gólfi.
Herbergi II, fataskápur, dúkur á gólfi.
Herbergi III, fataskápur, dúkur á gólfi.
Baðherbergi, dúkur á gólfi, baðkar flísalagt er á veggjum við baðkar, handlaug og salerni, gluggi.
Geymsla er inn af baðherbergi, undir súð, dúkur á gólfi.
Miðgarður 15 er parhús steypt á tveimur hæðum með risþaki, járn er á þaki, timburgluggar og hurðar. Hellulögð stétt er framan við hús. Lóð er í órækt tré og sina.
Bílastæði er aftan við húsið. Opið svæði er við húsið, skjólveggur er á milli íbúða hússins að framanverðu.
Lóð er sameiginleg 1065.0 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 2176026 Miðgarður 15A, Múlaþing.Stærð: Íbúð 132.6 m².
Brunabótamat: 64.300.000 kr.
Fasteignamat: 51.500.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 53.050.000 kr.
Byggingarár: 1991.
Byggingarefni: Steypa.
Eignarhald:
01 2 - Séreign.
01.0101 Íbúð á hæð 71.4 Brúttó m².
01.0201 Íbúðarherbergi í risi 61.2 Brúttó m².