TIL LEIGU:69,6 fermetra geymsluhúsnæði með 3,7 metra innkeyrsluhurð. Um er að ræða afar vandað stálgrindarhús með sérafmotafleti fyrir framan bilið. Epoxy gólf frá SS Gólf. Sameiginlegt salerni er í sameign hússins.
Húsnæðið er skráð 69,6 fermetrar skv. Þjóðskrá en þar að auki er uþb. 40 fermetra óskráð milliloft. Húsnæðið er laust nú þegar. - 3ja mánaða bankaábyrgð eða sambærileg trygging er skilyrði
- Laust til afhendingar STRAXEignin hentar einstaklega vel fyrir lítil fyrirtæki td. fyrir flesta iðnaðarmenn sem þurfa pláss fyrir tæki og tól, litla heildverslun, sem lagerhúsnæði eða einfaldlega "hobbý skúr". Um eignina: Gólfhiti og þráðlaus stýring.
Stórar og rúmgóðar innkeyrsludyr (3,5m breidd x 3,7m hæð) með rafmagnsmótor frá Héðinn ehf. og fjarstýringu.
Gluggar og inngangshurðar eru úr áli.
Milliveggir eru stálvirki, aflokað með samlokueiningum fyllltar með steinullareinangrun.
Í bilinu er handlaug og gert ráð fyrir salerni. LED lýsing og þriggja fasa rafmagn auk útiljósa.
Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Freyr Sveinbjörnsson - löggiltur fasteignasali
halldor@fastgardur.is / sími 693-2916