Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.8969565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Ósamþykkt en björt og kósí þriggja herbergja risíbúð í þríbýli á góðum stað við Miðtún, 105 Reykjavík.
Íbúðin telur hol/stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi með baðkari, kalda geymslu í stigagangi, sameiginlegt þvottahús í kjallara og útigeymslu undir útitröppum.
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565 loftur@husfasteign.is
Nánari lýsing:
Stærð íbúðar: 76,3fm auk 8,3fm útigeymslu, samtals 84,6fm.
Inngangur: Sameiginlegur og teppalagður stigi upp í íbúðina.
Köld geymsla: Á vinstri hönd í stiganum.
Hol/stofa/borðstofa: Undir súð að mestu, gluggi til suð-austurs og kvistur og gengt út á litlar svalir til suð-vesturs, parket á gólfi.
Eldhús: Helluborð í frístandandi eyju með skúffum og skápum og háfur yfir, gert ráð fyrir ísskáp við hliðina. Við vegginn er bakarofn í þægilegri hæð og gott skápa- og borðpláss, gluggi í kvisti og geymsluskápur út undir súðinni, flísar á gólfi, að herbergjum og við inngang.
Svefnherbergi: Bæði vel rúmgóð, góðir fataskápar í öðru, lágir geymsluskápar undir súð í báðum og harðparket á gólfum.
Baðherbegi: Undir súð með þakglugga. Upphengt klósett, baðkar og handlaug á skáp, flísar á gólfi.
Þvottahús: Sameiginlegt í kjallara, hver með sína vél og ágætt snúrupláss.
Útigeymsla: Undir útitröppum.
Þakjárn upprunalegt að mestu og farið að láta á sjá. Einhverjir gluggar þarfnast athygli innan tíðar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.