Fasteignaleitin
Skráð 6. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Hörðaland 20

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
86.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
76.800.000 kr.
Fermetraverð
891.986 kr./m2
Fasteignamat
64.150.000 kr.
Brunabótamat
43.750.000 kr.
Mynd af Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur
Byggt 1969
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2037425
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Endurnýjuð tafla í íbúð
Frárennslislagnir
komið á tíma/ endurnýjun næstu misseri
Gluggar / Gler
Endurnýjuð suðurhlið/norðurhlið í mati
Þak
Endurnýjað járn 2023
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugað á næstu misserum: 
2024-nóv: Mat stendur yfir á gluggum á norðurhlið. Gluggar og svalahurðir á suðurhlið eru endurnýjaðir að langmestu leyti og er endurnýjað á suðurhlið á þessari íbúð. 
Annað:  Lagnir myndaðar 2022 ásamt því sem ástandsskýrsla var gerð um þak 2022: Fyrirhugað er á næstu árum að framfylgja viðhaldsþörf. (endurnýjun og eða fóðrun frárennslislagna / múrviðgerðir og málun ásamt fegrun anddyra).  Um er að ræða ósamþykktar framkvæmdir. Ákveðið var á aðalfundi 2024 að forgangsraða gluggum á norðurhlið framyfir annað en skv. munnlegu mati í gær við matsmenn (sem mættu í opið hús að skoða gluggana) eru gluggar þessarar íbúðar í lagi. Mögulega kann því forgangsröðun að breytast er boðað verður til fundar. 
Guðbjörg Helga lgf.og Gylfi Jens lgf. kynna Hörðaland 20, 108 Reykjavík.:
Björt og afar vel skipulögð 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð (gengið upp hálfa hæð frá götu). Íbúðin er í góðu 3 hæða fjölbýlishúsi með sex íbúðum í Fossvoginum. Uppgefin heildarstærð er 86,1 fm, þar af geymsla á 1.hæð 4,5 fm. Íbúðin er með 3 svefnbergjum og rúmgóðum skjólgóðum suðursvölum. Næg sameiginleg bílastæði eru á lóðinni og gróinn garður neðan við hús til suðurs. Nýverið var þakklæðning endurnýjuð og nær allir gluggar á suðurhlið. Baðherbergi og eldhús hefur verið endurnýjað. Gott virkt húsfélag.

        **SÆKTU SÖLUYFIRLIT HÉR**

Núverandi skipulag eignar:
Forstofa/hol, stofa/borðstofa með suðursvölum, eldhús, þrjú svefnberbergi, baðherbergi og sérgeymsla í kjallara.

Nánari lýsing: 
Eikarparket á öllum rýmum nema baðherbergi sem er með flísum. Hvítlakkaðar hurðar að herbergjum. 
Forstofa / hol: Komið er inn í netta forstofu og í framhaldi hol sem tengir saman öll rými eignarinnar. Þar er góður skápur með hvítri rennihurð, hillum og fataslá. Eldvarnarhurð er inn í íbúðina. 
Stofa/Borðstofa: Rúmgóð stofa sem rúmar bæði borðstofu og stofu og jafnvel skrifborðsaðstöðu. Útgengi er út á góðar suðursvalir með lausum plastflísum á. Gardínustöng í lofti. 
Eldhús: Háglans hvít innrétting á 2 veggjum með viðarborðplötum. Svartar flísar milli efri og neðri skápa. Keramik helluborð, bakaraofn undir borði með stálframhlið. Tengi fyrir uppþvottavél og vatn tengt að ísskáp ef fólk vill hafa amerískan ísskáp. Góður borðkrókur. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með hvítum veggflísum og steingráum gólfflísum, walk-in sturtu, hvítri skúffuinnréttingu með handlaug, speglaskápur á vegg og hár dökkbrúnn skápur. Upphengt salerni.
Herbergi I: Rúmgott með glugga til suðurs. Rúmgóður fataskápur eftir einum vegg með dökkbrúnni viðaráferð. Gardínustöng. 
Herbergi II: Nett með glugga til norðurs. Í sumum íbúðum hafa herbergi II og III verið sameinuð í eitt stærra herbergi. Grá rúllugardína.
Herbergi III: Nett með glugga til norðurs. Í sumum íbúðum hafa herbergi II og III verið sameinuð í eitt stærra herbergi. Grá rúllugardína.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara sem er 4,5 fm.
Sameign: Þvottahús á 1. hæð þar sem hver er með sín tæki. Hjóla- og vagnageymsla. Útgangur er sunnanmegin frá 1.hæð fyrir hjól og vagna (gengið niður hálfa hæð frá aðalinngangi norðanmegin). 

      **NJÓTTU OG SKOÐAÐU EIGNINA BETUR Í ÞRÍVÍDD (3-D MYNDIR) MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR**

Samandregið er þetta mjög góð íbúð þar sem hver fermetri nýtist afskaplega vel og ein af fáum sem enn eru með 3 svefnherbergjum af þessari stærð. Gróið og eitt vinsælasta hverfi Reykjavíkur miðsvæðis í Reykjavík. Stutt er á allar stofnæðar og góðar almenningssamgöngur. Skólar, öflugt íþróttastarf og verslanir í hverfinu í Grímsbæ og stuttur akstur í Skeifuna með allri þjónustu sem þar er að finna. Stutt ganga er í Bústaðaskóg, Fossvogsdal og í útivistarparadís Reykvíkinga í Elliðaárdalnum. 

Nánari upplýsingar um eignina og bókun skoðunar veita:
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og gudbjorg@remax.is 
Gylfi Jens löggiltur fasteignsali og lögmaður s. 822 5124 og gylfi@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/12/202246.850.000 kr.60.000.000 kr.86.1 m2696.864 kr.
05/04/201939.600.000 kr.45.000.000 kr.86.1 m2522.648 kr.
23/05/201628.700.000 kr.37.500.000 kr.86.1 m2435.540 kr.
07/05/201321.300.000 kr.22.000.000 kr.86.1 m2255.516 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Orkureitur A íbúð 210
Orkureitur A íbúð 210
108 Reykjavík
80.5 m2
Fjölbýlishús
312
990 þ.kr./m2
79.700.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1A Íb.607
Grensásvegur 1A Íb.607
108 Reykjavík
74.2 m2
Fjölbýlishús
21
1009 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1A Íb.412
Grensásvegur 1A Íb.412
108 Reykjavík
78.2 m2
Fjölbýlishús
21
996 þ.kr./m2
77.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1A Íb.212
Grensásvegur 1A Íb.212
108 Reykjavík
78.1 m2
Fjölbýlishús
21
972 þ.kr./m2
75.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin