***Fjögurra herbergja íbúð með góðu skipulagi og aukinni lofthæð***
Medial ehf. og Jóna Benný Kristjánsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna til sölu eignina Júllatún 6, 780 Höfn í Hornafirði, fastanúmer 218-0941 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talin tilheyrandi lóðarréttindi.
Eignin Júllatún 6, íbúð 010201, er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 218-0941, birt stærð 100 m2.
Um er að ræða afar bjarta og rúmgóða 100 m2 íbúð á annarri hæð í litlu og snyrtilegu fjölbýli byggt árið 1988. Íbúðin er 100 m2 að stærð, þvottahús ásamt geymslu er innan íbúðar. Íbúðin er með aukinni lofthæð sem gerir hana einstaklega bjarta og skemmtilega. Skipulag íbúðarinnar er jafnframt mjög gott.
Gengið er inn í anddyri, þar er parket á gólfi og svo korkur. Í framhaldinu er fatahengi, hillur og einfaldur fataskápur. Stórir gluggar í eldhúsi og borðstofu er vísa í vestur í átt að Vatnajökli.
Eldhús er með upprunalegri innréttingu, hvít innrétting með eikarramma. Eikarlituð borðplata. Gott vinnupláss í eldhúsi. Stálvaskur. Siemens eldavél og Gorenje háfur. Korkur var settur á eldhúsgólf 2008-2009. Drappleitar flísar á vegg milli eldhússkápa.
Borðstofan er með gegnheilu eikarparketi á gólfi, lagt í kringum 2008-2009. Útgengt úr borðstofu á svalir sem eru með yfirbyggðu svalaskjóli og svalalokun.
Stofan er með gegnheilu eikarparketi á gólfi.
Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, öll með fataskápum. Tvö þeirra eru með parketdúk á gólfi og hjónaherbergið er með flísum á gólfi.
Baðherbergi er með góðu skápaplássi, vaskaskápur með stórum vaski ásamt lágum veggskáp, báðir frá árinu 2012. Efri hluti baðinnréttingar er upprunalegur með spegli og lýsingu, einnig upprunalegur hár, einfaldur skápur við hlið sturtu. Flísar á gólfi og veggjum. Baðkar, sturta og salernisskál.
Mjög rúmgóð geymsla innan íbúðar með miklu hilluplássi og hátt til lofts. Steingólf.
Þvottahús er einnig innan íbúðar og er á hægri hönd um leið og gengið er inn í íbúðina. Steingólf. Hvítur plastvaskur. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Sameignin er snyrtileg og eru eingöngu fjórar íbúðir í húsinu.
Endurbætur/framkvæmdir sem núverandi eigandi hefur farið í:
Skipt hefur verið um gler í flestum gluggum íbúðarinnar. Þar voru einnig settir nýir gluggalistar að utan í kringum nýju glerin. Eftir að skipta um gler í eldhúsi, borðstofu og vestur glugga í stofu. Skipt um opnanlegt fag í baðherbergi. Þetta var gert árin 2022-2023.
Skipt um gólfefni í eldhúsi ca. 2008-2009, nýr korkur settur á gólf.
Skipt um gólfefni í borðstofu, stofu og gangi ca. 2008-2009, gegnheilt eikarparket sett á gólf.
Skipt um þakrennur árið 2010.
Skipt um neysluvatnslagnir árið 2002.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jóna Benný Kristjánsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 4771222 og á netfanginu jona@medial.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Medial beinir þess vegna þeim tilmælum til kaupenda að skoða eign vel áður en kauptilboð er gert og jafnframt að fá þar til bæra sérfræðinga til að ástandsskoða eignir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
730 | 105 | 42,9 |