--- BÓKIÐ SKOÐUN ----
ALDA fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum við Oddabraut 13, Þorlákshöfn.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafþór Örn, löggiltur fasteignasali í síma 699-4040, hafthor@aldafasteignasala.is
Um er að ræða 4-5 svefnherbergja, 185.5fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er steinhús með múraðri hraunáferð að utan, málað bárujárn er á þaki. Stór garður er umhverfis húsið og steyptur sólpallur til suðurs.
Skv. fasteignaskrá er neðri hæð 85 fm, efri hæð 63.3 fm að hluta undir súð og bílskúr 37.2 fm. Samtals 185.5 fm.
Nánari lýsing:
Neðri hæð: Er með gólfhita
Forstofa með gólfflísum og steyptur stigi upp á efri hæð, teppalagður.
Gestasnyrting með flísum á gólfi.
Eldhús með flísar á gólfi, nýleg hvít innrétting, nýlegt spanhelluborð, bakaraofn og gufugleypir. Flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa er opið bjart rými með stórum gluggum, flísar á gólfi.
Herbergi með flísum á gólfi.
Búr/geymsla/þvottahús er inn af eldhúsi þar sem er að finna annað anddyri og innfelldan fataskáp.
Efri hæð:
Á efri hæð eru þrjú góð svefnherbergi með harðparket á gólfi, þar af eitt með útgengi út á svalir.
Gott hol/sjónvarpshol sem væri hægt að stúka af og breyta í herbergi, teppi á gólfi.
Baðherbergi með flísar á gólf, "walk in" sturtu, lítil innrétting, innaf baðherbergi er þvottahús.
Geymsluloft er yfir eigninni með góðu aðgengi.
Bílskúr, með rafmagn en ekki hita, þarfnast viðhalds
Eignin hefur verið talsvert endurnýjuð að innan á síðasta ári, skv. seljanda:
Eldhús og eldhústæki endurnýjuð
Gólfhiti og gólfefni á neðri hæð
Gestasalerni endurnýjað
Nýtt teppi á stiga og efri hæð.
Baðherbergi á efri hæð endurnýjað
Þak málað og yfirfarið, skipt um rennur.
Þak á bílskúr yfirfarið og málað.
Hér er um að ræða einstaklega fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. verslanir, grunn- og leikskóla og íþróttamiðstöð og sundlaug.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafþór Örn, löggiltur fasteignasali í síma 699-4040, hafthor@aldafasteignasala.is
Erling Proppé, löggiltur fasteignasali, erling@aldafasteignasala.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.