Fasteignasalan TORG kynnir: LAUS VIÐ KAUPSAMNING – Mjög rúmgóð 3ja herbergja íbúð, nú skráð 89,5 fm, en skv. nýjum eignaskiptasamningi sem er í þinglýsingu er íbúðin skráð 100,4 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott hol, stofu, eldhús og svefnherbergisálmu þar sem eru 2 svefnherbergi, baðherbergi, geymsla og þvottahús. Nýleg gler í gluggum. Afar vinsæl staðsetning þaðan sem stutt í alla þjónustu, s.s. skóla og leikskóla, Glæsibæ, Skeifuna og Laugardalinn. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is
Nánari lýsing: Íbúðin er í kjallara í vel staðsettu fjórbýli byggðu 1961. Í íbúðinni er nýlegt gler í öllum gluggum nema í þvottahúsi og hitaklefa. Nýr eignaskiptasamningur er í þinglýsingu og þar kemur fram að íbúðin er stærri en hún er skráð, eða 100,4 fm.
Forstofa: Með flísum á gólfi
Hol: Rúmgott með fatahengi og viðarparketi á gólfi.
Stofa: Með góðum glugga í vestur og minni glugga á suðurhlið. Parket á gólfi.
Eldhús: Meðhvítri innréttingu og rými fyrir eldhúsborð. Flísar á gólfi.
Svefnherbergisálma: Svefnherbergisgangur með parketi sem tengir öll rýmin, eða 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
Hjónaherbergi: Ágætlega rúmgott með innbyggðum upprunalegum skáp með rennihurðum. Parket á gólfi.
Barnaherbergi: Með parketi á gólfi
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og innréttingu við vask. Gluggi.
Þvottahús: Óinnréttað og engin gólfefni. Innaf þvottahúsinu er fyrrum hitaklefi, einnig óinnréttaður.
Geymsla: Með hillum sem fylgja. Steypt gólf.
Viðhald húss: Á síðasta ári var skólp myndað og taldist í lagi nema á einum stað og var það viðgert.
Mjög rúmgóð 3ja herbergja íbúð á afar vinsælum stað. Allar nánari upplýsingar gefur Jóhanna Kristín Tómasdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari
ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.