RE/MAX / Júlían J. K. Jóhannsson löggiltur fasteignasali (sími 823 2641 & julian@remax.is) kynnir: Virkilega fallega 5 herbergja 142fm hæð/raðhús á eftirsóttum stað í Borgahverfinu í Grafarvogi. Afgirtur sér garður og sér timburpallur. Búið er að gera herbergi í stórum hluta bílskúrs. Eignin er að mestum hluta á efri hæð en gengið er inn í húsið á jarðhæð um sameiginlegan inngang. Húsið er skráð sem raðhús, en deilir inngangi með íbúð á neðri hæð.
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 141,9 m þar af er bílskúr skráður 22,8fmNánari lýsing:Stofa með mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu, stórir gluggar gera stofuna bjarta og fallega.
Eldhús er opið inn í stofuna, góð innrétting, tengi fyrir uppþvottavél.
Hjónaherbergi með mikilli lofthæð, innfeldri lýsingu og góðum skápum, frá hjónaherbergi er gengið út á
svalir til suðurs og þaðan niður í
lokaðan garð.
Bæði
barnaherbergin eru með mikilli lofthæð, innfeldri lýsingu og fataskápum.
Frá
gangi milli
barnaherbergja er gengið út á
svalir með útsýni til norðurs.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, hornbaðkar og innrétting.
Þvottahús innaf baðherbergi er með flísum á gólfi, vaskur og góð innrétting fyrir fyrir þvottavél og þurrkara.
Úr
þvottahúsi er stigi upp á
risloft þar sem er góð geymsla.
Íbúðinni fylgir
bílskúr sem í dag er innréttaður sem
fjórða svefnherbergið.
Geymsla í hluta bílskúrs.
Hiti í
bílaplani framan við hús og stæði fyrir 2 bíla.
Fjölskylduvænt hverfi, góð staðsetning þar sem öll þjónusta er og vinsælt að búa. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þjónustukjarninn í Spönginni er í göngufæri og gönguleiðir um allt hverfið.Bókið skoðun í síma 823-2641 eða á julian@remax.is - Júlían J. K. löggiltur fasteignasali
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-