***Domusnova kynnir í sölu áhugaverða hæð við Auðbrekku 14 í Kópavogi - Eignin er á efstu hæð 487,6fm***Um er að ræða skrifstofuhúsnæði á 3. hæð með tveim sér stigahúsum. Nýtt deiliskipulag er í vinnslu fyrir svæðið sem heimilar breytingu hæðarinnar í íbúðir.
Hæðin er 487,6fm. að stærð og er öll í útleigu í dag til listamanna sem hafa hólfað hana niður með einföldum veggjum sem auðvelt er að fjarlægja.
Búið er að gera drög að teikningu sem gerir ráð fyrir innréttingu 5 íbúða á 4. hæð hæð hússins (hækkun hússins) með utanáliggjandi svölum til suðurs og að byggt verði lyftuhús við suður-enda byggingarinnar. Gera má ráð fyrir að þá mætti líka innrétta 3. hæðina með sama hætti en ekki búið að samþykkja það í dag.
Húsnæðið er í útleigu í dag.
Nánari upplýsingar veita:Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / agnar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.