Fasteignaleitin
Skráð 24. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Lambeyrarbraut 5 aukaíb. möguleg

EinbýlishúsAusturland/Eskifjörður-735
214.9 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
54.900.000 kr.
Fermetraverð
255.468 kr./m2
Fasteignamat
41.400.000 kr.
Brunabótamat
87.200.000 kr.
Mynd af Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1959
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2170307_3
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
ÁBENDING: Geymsluskúr í garði er orðinn mjög lélegur.
LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lf-fasteignasala.is kynna: 
Lambeyrarbraut 5, Eskifirði
Húsið er laust til afhendingar mjög fljótlega.

Mjög rúmgott og vel staðsett tveggja hæða steinsteypt einbýlishús miðsvæðis á Eskifirði. Mögulegt að skipta húsinu í tvær íbúðir.
Húsið stendur við rólega botnlangagötu og er í næsta nágrenni við grunnskóla, dagvöruverslun, bókasafn, íþróttahús, leiksvæði og sparkvöll.
Örstutt er út í náttúruna og mjög stutt á skíðasvæðið í Oddskarði.
Húsið hefur fengið gott viðhald og eru allar raflagnir nýjar (2024), húsið er klætt og einangrað utanfrá og stutt er síðan þak var endurnýjað. Innbrenndur litur er á þaki og utanhússklæðningu.
Gengið er upp breiðar tröppur að aðalinngangi. Fallegt járnhandrið er meðfram tröppum og dyrapalli.
Komið er inn í ágætlega rúmgóða flísalagða forstofu. Inn úr henni er stigi niður á neðri hæðina.
Efri hæðin skiptist í rúmgott hol, 2 samliggjandi stofur með fallegri tvíbreiðri hurð á milli, 3 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og búr.
Gott viðarparket er á stofum, holi og svefnherbergjum á efri hæðinni.
Í eldhúsi er dúkur á gólfi og falleg eldri innrétting, pláss er fyrir uppþvottavél í eldhúsinu. Búr er inn af eldhúsinu og er það með dúk á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt, bæði veggir og gólf og þar er baðkar með sturtu. 
Þegar komið er niður stigann á neðri hæðina er komið beint inn í eldhús með eldri innréttingu.
Sérinngangur er inn á neðri hæðina og er lítil útigeymsla við hlið hans.
Flísar eru á gólfi forstofu neðri hæðar.
Inn úr forstofunni er lítil snyrting með flísum á gólfi. 
Á neðri hæðinni eru tvö rúmgóð herbergi og er plastparket á gólfum þeirra.
Í herbergjunum eru stórir skápar með glerhurðum og var þar rómað steinasafn Sörens og Sigurborgar.
Stórt þvottahús með máluðu gólfi er á neðri hæðinni. Þar mætti útbúa góða baðaðstöðu fyrir neðri hæðina.
Hitaveita er í húsinu.
Staðfest leyfi frá Fjarðabyggð til að gera bílastæði inni á lóðinni liggur fyrir.
Húsið stendur á eignarlóð sem skráð er 600 fermetrar.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lambeyrarbraut 5 - aukaíbúð möguleg
Lambeyrarbraut 5 - aukaíbúð möguleg
735 Eskifjörður
214.9 m2
Einbýlishús
825
255 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Kirkjubraut 59
Bílskúr
Skoða eignina Kirkjubraut 59
Kirkjubraut 59
780 Höfn í Hornafirði
199.1 m2
Einbýlishús
514
281 þ.kr./m2
55.900.000 kr.
Skoða eignina Bogaslóð 2
Skoða eignina Bogaslóð 2
Bogaslóð 2
780 Höfn í Hornafirði
158.4 m2
Einbýlishús
624
347 þ.kr./m2
55.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin