Skráð 16. mars 2023
Deila eign
Deila

Fífurimi 14

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
134.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
704.529 kr./m2
Fasteignamat
88.300.000 kr.
Brunabótamat
63.750.000 kr.
Byggt 1991
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2040431
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
3
Hæðar í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar / endurnýjað eftir þörf
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler / endurnýjað að hluta
Þak
Upprunalegt þakkantur og þakrennur endurnýjaður
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Gler á suðurhlið á 1. hæð var endurnýjað 2021 en í sólstofu hefur lekið með einu gleri í ákveðinni átt, þarf líklega að fá fagaðila til að athuga lista eða þéttingu á þeim stað. Þarf að athuga þéttingar í opnanlegu fagi í hjónaherbergi. Móða í gleri í barnaherbergi og móða í velux þakglugga og búið að bora í gler til að það andi móðunni út.
Fallegt og mikið endurnýjað 5 herbergja raðhús á góðum stað í Grafarvogi, Reykjavík.

* Sólpallur til suðurs og heitur pottur
* Nýlega endurnýjað eldhús, baðherbergi og gestasalerni
* Þakkantur og þakrennur endurnýjað 2022
* Endurnýjað gler í gluggum á suðurhlið

***EIGN SEM ER ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA***


Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is
******palssonfasteignasala.is*****
*****verdmat.is****

Birt stærð samkv. Fasteignaskrá Íslands er 134,70 m2. Efri hæðir eru að hluta undir súð svo nýtanlegir gólffermetrar eru stærri en birt skráning.

1. hæð skiptist í forstofu, þvottahús, gestasalerni, eldhús, stofu, borðstofu og sólskála.
Opnað hefur verið milli forstofu, eldhús og stofu. Nýlegt vínilparket á gólfi. Fataskápur í holi milli þvottahús og gestasalernis.
Eldhús var endurnýjað 2021, þar er falleg innrétting með bakarofn og combi -bakarofn í vinnuhæð, innbyggðri uppþvottavél, ísskáp, helluborði og viftu.
Stofa, borðstofa og sólskáli eru í rúmgóðu og björtu alrými. Útgengt úr stofu út á stóran sólpall með heitum potti. Þaðan er aðgengi í um 14 m2 kaldan geymsluskúr.
Gestasalerni er með upphengdu wc og skáp með handlaug.
Þvottahús er með vínilparket á gólfi, nýlegri innréttingu með skápum, skúffum og pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Hvítmálaður stigi leiðir á efri hæð.

2. hæð skiptist í hol, 3 svefnherbergi og baðherbergi
Baðherbergi
var fallega endurnýjað 2022 og er flísalagt með baðkari og walk-in sturtu. Svört mött blöndunartæki, skápur á vegg, upphengt wc og innrétting með handlaug og góðu skúffuplássi.
Svefnherbergi 1 er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi og fataskáp.
Hol er með parket á gólfi. Úr holi er gengið upp stiga í risloft sem nýtist sem svefnherbergi 4, þar er opnanlegur þakgluggi og parket á gólfi. Geymsla undir súð. Risloft er skráð sem geymsla samkv. FÍ.

Eigninni fylgir helmingshlutur í hjóla- og vagnageymslu sem nýtt er í dag sem geymsla.
Fyrir framan hús eru tvö sérmerkt bílastæði fyrir eignina. Einnig góð sameiginleg bílastæði á plani á móti inngangi.

Fjölskylduvæn og vinsæl staðsetning þar sem leik og grunnskóli er í göngufæri sem og apótek, verslun og þjónusta í Spönginni sem og íþróttir og sundlaug í göngufæri.

Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendur
Nýjustu fréttir af fasteignamarkaðnum

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
29/03/201125.750.000 kr.30.700.000 kr.134.7 m2227.913 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Páll Pálsson
Páll Pálsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Arnarhlíð 4
Bílastæði
Skoða eignina Arnarhlíð 4
Arnarhlíð 4
102 Reykjavík
110.1 m2
Fjölbýlishús
312
853 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Skoða eignina Tryggvagata 13
Skoða eignina Tryggvagata 13
Tryggvagata 13
101 Reykjavík
99.6 m2
Fjölbýlishús
211
983 þ.kr./m2
97.900.000 kr.
Skoða eignina Hallgerðargata 11A
Hallgerðargata 11A
105 Reykjavík
121.1 m2
Fjölbýlishús
413
784 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Hallgerðargata 11A
Hallgerðargata 11A
105 Reykjavík
121.1 m2
Fjölbýlishús
413
784 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache