Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Mikið endurnýjaða og fallega tveggja herbergja íbúð á fimmtu hæð með lyftu og fallegu útsýni.
Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi með sturtu, svefnherbergi, yfirbyggðum svölum og alrými opnu með eldhúsi.
Íbúðin var öll tekin í gegn fyrir ca. 5 árum, sett nýtt allt á baðherbergi, ný eldhúsinnrétting og tæki, þvottavél og uppþvottavél var komið fyrir í eldhúsi, eyja sem hægt er að borða við og gott geymslupláss, nýjar hurðar settar og gólfefni. Einnig var allt rafmagn innan íbúðar endurnýjað, dregið í allt, settir nýir slökkvarar, tenglar og ný ljós sem fylgja við kaup. 2022 var svo skipt um alla ofna í íbúð.
Eignin er 44,6 fm að stærð.
Íbúðinni fylgir aðgengi að sameign, garði, sameiginlegu þvottahúsi ásamt vagna- og hjólageymslu (sem var verið að þrífa og endurskipuleggja) og einnig fylgir eigninni geymsla.
Virkilega eiguleg og endurnýjuð eign með frábæra staðsetningu rétt við stoppistöð strætó og verslun í Hólagarði ásamt því að stutt er í bæði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sundlaug, bókasafn ásamt íþróttaiðkun sem hægt er að sækja bæði hjá Leikni og ÍR í nágrenninu.
Upplýsingar gefur:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.