Miklaborg kynnir: Góð 2ja herbergja íbúð á 2.hæð í húsi fyrir eldri borgara.
NÁNARI LÝSING: Komið inn í anddyri og þaðan gengið inn í bjarta stofu. Eldhús er með nýlegri fallegri innréttingu og er opið inn í rúmgóðar samliggjandi stofur. Frá borðstofu er gengið út á yfirbyggðar svalir í suður með fallegu útsýni. Baðherbergið er rúmgott og með góðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergið er rúmgott með góðum skápum. Fram á gangi er sér geymsla.
Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum, skipt um eldhúsinnréttingu og tæki, ný gólfefni. Baðherbergið fékk andlitslyftingu og ný gólfefni voru sett á alla íbúðina. Skipulagi íbúðarinnar var breytt þar sem aukaherbergi var fellt niður og í stað er stofurýmið sérlega rúmgott og bjart.
Góð félagsaðstaða er á jarðhæð húsins þar sem hægt er að panta heitan mat í hádeginu og stunda það félagsstarf sem er í boði á vegum bæjarins.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í sima 822 2307 eða olafur@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 25/05/2020 | 38.850.000 kr. | 48.000.000 kr. | 78.8 m2 | 609.137 kr. | Nei |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
170 | 81.5 | 78,5 | ||
170 | 83 | 71,9 | ||
108 | 80.4 | 73,9 | ||
105 | 78.8 | 76,4 | ||
113 | 94.6 | 71,9 |