Byr fasteignasala kynnir í einkasölu HEIÐARBRÚN 43 B, Hveragerði. Nýtt sex til sjö herbergja einbýlishús með bílskúr í grónu hverfi í Hveragerði.Húsið skiptist í íbúð 194,2m² og 25,2m² bílskúr samtals 219,4m² samkvæmt skráningu Þjóðskár Ísland.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, sjónvarpsstofa, gangur, þvottahús og bílskúr/geymsla.
Gott skipulag fyrir stóra fjölskyldu. MÖGULEIKI ER Á AÐ SKIPTA HÚSINU UPP Í TVÆR ÍBÚÐIR, SJÁ TEIKNINGU. Áætlað fasteignamat ársins 2023 verður kr. 103.850.000,-Nánari lýsing:
Anddyri með fataskáp, þaðan er innangengt í bílskúr, í eldhús og herbergjagang.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er frá stofuhluta alrýmis út á timburverönd til austurs og suðurs, u.þ.b. 12m² af veröndinni til suðurs er aflokað með skjólveggjum.
Eldhús er rúmgott með eyju. Gorenje spanhelluborð, tveir ofnar í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél. Samsung ísskápur getur fylgt.
Fimm svefnherbergi eru í eigninni samkvæmt upprunalegu skipulagi, sjá teikningu. Eitt svefnherbergjanna er nú opið við alrými í stofu/borðstofu.
Hjónaherbergi með baðherbergi inn af, rúmgóður fataskápur. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, sturta, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Þrjú önnur
svefnherbergi eru í eigninni.
Baðherbergi með þvottaaðstöðu er á gangi gengt hjónaherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Vaskinnrétting með speglaskáp, vegghengt salerni, sturta og handklæðaofn.
Baðherbergi á gangi gengt sjónvarpsstofu, flísalagt í hólf og gólf. Vaskinnrétting, sturta, vegghengt salerni og handklæðaofn, einnig er tengimöguleiki er fyrir þvottavél.
Sjónvarpsstofa, með lítilli eldhúsinnréttingu, stálvaskur og Gorenje eldavél. Útgengt er frá sjónvarpsstofu út á timburverönd til suðurs u.þ.b. 12 m² að stærð með skjólveggjum.
Gangur liggur endilangt eftir húsinu, í enda gangsins til vesturs er útgengt, getur verið auka innangur ef vill.
Bílskúr/geymsla með millilofti, innangengt er frá anddyri hússins, einnig er útgengt um gönguhurð til hliðar við aðalinngang hússins.
Gólfefni, flæðandi harðparket er á anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, svefnherbergjum, sjónvarpsstofu og gangi. Flísar eru á baðherbergjum, þvottahús og bílskúr/geymsla.
Gólfhiti er í allri eigninni, einnig í bílskúr.
Hljóðvistarplötur eru í lofti alrýmis og sjónvarpsstofu. Innbyggð lýsing.
Húsið er staðsteypt, kvarsað að utan með ljósum lit, framhluti hússins er með sjónsteypuáferð. Þak er með aluzink bárujárni.
Mjög góð staðsetning austarlega í grónu hverfi í Hveragerði, stutt í leikskólann Undraland, grunnskólann og alla almenna þjónustu. Ýtið hér fyrir staðsetningu.