Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og vandað fjölskyldu-raðhús á tveimur hæðum með rúmgóðum bílskúr. Húsið er 5 herbergja, mjög stórt aðalrými, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, þaksvalir, og hellulögð verönd fyrir framan og aftan húsið. Allar nánari uppl. Veitir Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali í GSM: 898-6106n eða sigurdur@fstorg.isSækja söluyfirlit hérNánari lýsing: Húsið er alls skráð 236fm, þar af er bílskúrinn 34,5fm með geymslu. Komið er inn í forstofu með góðum forstofuskápum, forstofuherbergi og gesta-baðherbergi með sturtu. Úr forstofu er farið inn í aðalrými hússins, með borðstofu, stóru glæsilegu eldhúsi með stórri eyju og stofu. Útgengi er út á hellulagða verönd baka til.
Stigi upp á efri hæð er gerður úr sjónsteypu með innfelldu parketi. Á efri hæð er sjónvarpshol og þrjú góð svefnherbergi og aðal baðherbergi. Loftið er tekið niður að hluta og myndar ramma með innfelldri lýsingu og innan rammans er viður sem skapar góða hljóðvist. Útgengi er úr baðherbergi og úr sjónvarpsholi út á hellulagða þaksvalir þar sem eru skjólveggir og heitur pottur.
Innréttingar, bæði skápar og eldhús eru ítalskar og sérhannaðar frá Tisettanta/Elam, nema í þvottahúsi, þar eru HTH innréttingar. Lýsingarhönnun og ljós eru frá Lumex. Allar hurðar eru sérsmíðaðar án gerefta og ná upp í loft. Vönduð gólfefni eru á eigninni, stórar flísar og niðurlímt hvíttað eykarparket frá Parka. Gólfhitakerfi er í öllum gólfum. Innbyggt ryksugukerfi er í húsinu. Innbyggð sódavél er í eyjunni í eldhúsinu. Geymsla er innst í bílskúrnum og henni lokuð með rennihurð, hilluskápar eru veggfastir í bílskúrnum og gert er ráð fyrir ísskáp í innfelldu plássi. Bílskúrinn og geymslan er með Epoxy iðnaðargólf.
Lóðin er frá gengin með hellulögðu plani fyrir framan með afgirtri verönd með harðvið/Lerki. Fallegt og vandað raðhús á vinsælum stað í Garðabænum með skóla, tómstundir og náttúru í göngufæri. Allar nánari uppl. Veitir Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali í GSM: 898-6106n eða sigurdur@fstorg.isForsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.