Domusnova, Haukur Páll Ægisson, löggiltur fasteignasali kynna, afar fallegt fjögurra herbergja raðhús í nýlegu hverfi sem er í mikilli uppbyggingu á Selfossi.
Um er að ræða timburhús klætt að utan með lituðu bárujárni og Stac Bond klæðningu í bland, bárujárn er á þaki. húsið er byggt 2023. Heildarstærð íbúðarinnar er 100.2 m².
Eignin skiptist í forstofu, stofu/eldhús í opnu rými, þrjú rúmgóð svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi.
Eigning skilast fullbúin í júní 2023. Hiti í gólfum, forhitari fyrir neysluvatn, enzo hljóðvistardúk í lofti, þökulögð lóð, steypt sorptunnuskýli með lokum og hellulögð innkeyrsla.
Forstofa flísalög með fataskáp
Stofa rúmgóð opin við eldhús
Eldhús með fallegri hvítri höldulausri innréttingu frá IKEA, led lýsing undir efri skápum í eldhúsi og borðplötu frá Fanntófell. Innréttingin er með innbyggðum ísskáp, bakarofni, uppþvottavél og spanhelluborði. Raftæki eru frá IKEA.
Baðherbergi með innréttingu frá IKEA, skúffur og vaskur, hár skápur á móti. Handklæðaofni og reyklituðu sturtugleri.
Svefnherbergi I rúmgott
með tveggja metra fataskáp og led lýsingu í skáp. Fataskápur matt hvítur höldulaus.
Svefnherbergi II rúmgott
með eins metra fataskáp og led lýsingu í skáp. Fataskápur matt hvítur höldulaus.
Svefnherbergi III rúmgott
með eins metra fataskáp og led lýsingu í skáp. Fataskápur matt hvítur höldulaus.
Þvottahús með innréttingu, vask og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Gólfefni Parket er ljóst harðparket frá húsasmiðjunni Harðparket 8x1383x193 mm AquaPro Eik Cordoba Moderno K2240, parket er á herbergjum, stofu og eldhúsi. Flísar eru 60x60 gráar og eru í forstofu, þvottahúsi og baðherbergi.
Garður/bifreiðastæði, garður verður þökulagður og bifreiðastæði hellulagt. Einnig verður steypt sorptunnuskýli með lokum.
Frekari skilanalýsingu er að finna í söluyfirliti yfir eignina.
Flott eign sem vert er að skoða.Nánari upplýsingar veita:Haukur Páll Ægisson löggiltur fasteignasali / s.7729970 / hp@domusnova.isSkrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.