BYR fasteignasala kynnir ÞELAMÖRK 47C, Hveragerði í einkasölu. Nýtt fjögurra herbergja raðhús á einni hæð, við lítinn botnlanga í grónu hverfi miðsvæðis í Hveragerði. Stutt er í alla almenna þjónustu og útivist. Ýtið hér fyrir staðsetningu.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi inn af, tvö barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla.Möguleiki er á að bæta við fjórða svefnherberginu. Timburverönd er framan og aftan við húsið, tvö bílastæði fyrir framan fylgja eigninni, möguleiki á að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíl.Nánara skipulag:
Anddyri, þaðan er gengið inn í alrými eða þvottahús/geymslu. Lúga með fellistiga er upp á loft frá anddyri.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er úr stofuhluta á timburverönd til austurs með skjólvegg.
Eldhús er hálfopið við stofu, helluborð og ofn, innbyggðu ísskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél.
Rými (opið) stendur við stofu, hægt að nýta sem sjónvarpsrými eða loka því og nýta sem
svefnherbergi.Gangur liggur frá alrými að öðrum rýmum.
Hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi inn af.
Fataherbergi er innréttað með fataskápum.
Baðherbergi með sturtu, vegghengdu salerni, vaskinnréttingu og speglaskáp, sturtuhorn er flísalagt.
Tvö svefnherbergi.
Baðherbergi, sturta, vegghengt salerni, vaskinnrétting.
Þvottahús og geymsla eru í sama rými.
Gólfhiti er í allri eigninni.
Gólfhitastýringar fylgja ekki.
Gólfefni: Harðparket er á anddyri, alrými, svefnherbergjum, gangi og fataherbergi. Flísar eru á baðherbergjum og þvottahúsi.
Innbyggð lýsing er í anddyri, gangi og alrými.
Húsið er staðsteypt á einni hæð. Veggir hússins eru klæddir að utan með lerkiklæðningu svart málaðri með Kjörvara Ibenholt og ljósgrárri Alpolic álklæðningu.
Þak er léttbyggt, einhalla timburþak með ásoðnum Protan þakdúk. Þelamörk 47C stendur í fjögurra húsa raðhúsalengju, næst innsta hús við lítinn botnlanga.
Lóð er frágengin að framanverðu með malbikuðum bílastæðum, hellulögn og timburverönd, ásamt opnu sorptunnuskýli er rúmar þrjú sorpílát.
Að aftanverðu er lóð frágengin með timburverönd á milli skilveggja og u.þ.b. 2,5 metra út frá húsi og mulningi/steinbeði. Timbur skilveggir eru á milli húsa. Hæð lóðar aftan við hús verður u.þ.b.15 cm neðar en timburverönd baka til við húsið.
Í rafmagnstöflu er gert ráð fyrir möguleika á hleðslustöðvum rafbíla. Lagnaleiðir er frá að bílastæði með tengimöguleika, ekki er lagt í.