DOMUSNOVA fasteignasala kynnir í sölu mjög mikið endurnýjað einbýlishús á stórri lóð við Þykkvaflöt 12 (áður sveitabýlið Hóp) á Eyrarbakka. Húsið er upphaflega byggt árið 1937, að mestu úr timbri, klætt að utan með bárujárni en kjallari og grunnur eru steyptir. Á undanförnum árum hefur húsið gengið í endurnýjun lífdaga, þ.e. að skipt hefur verið um alla glugga og sett ný klæðning á húsi og þaki. Að innan hefur húsið verið tekið algjörlega í gegn, bæði hvað varðar innréttingar, panelklæðningar, loft og veggi og að sama skapi hafa allar raf- og vatnslagnir verið endurnýjaðar. Húsið hefur verið málað allt að innan á síðustu sex mánuðum og einnig hefur tréverk að utan verið málað að mestu. Lóðin er stór, eða um 1561 fermetrar. Nýbúið er að jarðvegsskipta innkeyrslu og plani og setja nýja, þétta möl. Bílastæði eru næg.
Allar upplýsingar um eignina veita: // Margrét Rós Einarsdóttir lgfs. email: margret@domusnova.is sími: 856-5858 // Aðalsteinn Bjarnason lgfs. email: adalsteinn@domusnova.is sími: 773-3532 //
* * * SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN * * * Nánari skipting og lýsing á eignarhlutum:
Miðhæð: Komið er inn um aðalinngang inná miðhæðina.
Forstofan er með góðum fataskáp og flísum á gólfi og þar er gengið inn í aðalrými með gamaldags furugólfi.
Eldhús er með hvítri fulningainnréttingu og flísum milli skápa og þar er lítill eldhúskrókur. Gamaldags retró ísskápur (keyptur fyrir 6 mánuðum) og innbyggð uppþvottavél geta fylgt með, gegn aukagjaldi. Úr alrými er gengið inn í
stofuna og einnig inní
svefnherbergi (sem einnig er hægt að nota sem borðstofu, sé þess óskað) og þar er góður fataskápur. Bæði stofan og herbergið er með furugólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, sturtuklefa og snyrtilegri innréttingu og þar er einnig tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Efri hæð: Úr alrými miðhæðar er gengið upp stiga úr timbri uppí ris en þar er rúmgott ris með furugólfi, sem nýtist sem herbergi. Opið er á milli hæða að hluta sem gefur húsinu mikinn svip.
Kjallari: Úr alrými miðhæðar er gengið niður timburstiga í kjallara. Þar eru
tvö góð svefnherbergi og opnu rými með eldhúsinnréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara sem einnig er auðvelt að breyta í lítið eldhús. Lagnir eru til staðar til að búa til aukabaðherbergi í kjallara og því möguleiki á að búa til aukaíbúð þar.
Bílskúr: Áfastur við húsið er um 53 fermetra bílskúr, tilbúinn að utan en tæplega fokheldur að innan (gólf er ósteypt) sem býður uppá ýmsa möguleika: Að nýta sem bílskúr, vinnustofu eða búa til sér íbúðareiningu sem býður uppá möguleika í útleigu, hvort sem er í Airbnb-útleigu eða langtímaútleigu. Einnig er hægt að stækka íbúðina inní bílskúrinn.
Pallur: Rúmgóður, skjólsæll og afgirtur pallur er fyrir framan húsið. Nýlega er búið að mála handrið og bera á pallborðin. Tenging er fyrir heitan pott í suðausturhorni pallsins.
Lóðin: Lóð sveitabýlisins var skipt í tvo hluta sem heita núna Þykkvaflöt 12 og 10.
Þykkvaflöt 12 er með einbýlishúsinu og lóðin þar er skráð 1561,5 fermetrar að stærð. Nýbúið er að jarðvegsskipta innkeyrslu og plani og setja nýja, þétta möl.
ATH. - Rekstrarleyfi fyrir skammtímaleigu allt árið á húsinu getur fylgt með í kaupunum sé þess óskað.
* * * SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT * * *Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@domusnova.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@domusnova.isHVERS VIRÐI ER ÞÍN FASTEIGN Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMAT
HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTAVINIR OKKAR? SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINAUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.