Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjarta og vel skipulagða 189,7 fm hæð ásamt 32,7 fm bílskúr að Breiðvangi 44 í Hafnarfirði. Eignin hefur verið tekin mikið í gegn að innan á undanförnum árum á mjög fallegan og stílhreinan hátt. 5 svefnherbergi, stór stofa og mjög rúmgóð borðstofa og eldhús. Nánari lýsing eignar:Forstofan er flísalögð með gráum parket flísum sem flæða inn á gestasalerni og inn í þvottahús. Þvottahúsið er rúmgott með nýrri innréttingu og góðu vinnuplássi. Frá forstofu er gengið inn í aðalrými eignarinnar þar sem er að finna eldhús, stofu og borðstofu. Þessi rými eru öll með harðparketi á gólfi frá Birgisson.
Eldhúsið var
endurnýjað nýlega. Gert er ráð fyrir tveimur ísskápum (eða ísskáp og frystiskáp) í innréttingu, bakaraofn frá AEG í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél. Innréttingar eru hvítar frá IKEA með dökkum borðplötum frá Fanntófell. Mikið skápapláss. Rýmið milli eldhúss og borðstofu var opnað af núverandi eigendum og er þungamiðja hæðarinnar.
Stofan er rúmgóð og björt. Útgengi er úr stofu á stórar flísalagðar svalir til suðurs. Fallegur upprunalegur arinn er í stofunni.
Frá borðstofu og holi er síðan gengið inn í
tvö barnaherbergi, með sama parketi á gólfi, baðherbergi og
sjónvarpsherbergi. Jafnframt er gengið út á aðrar flísalagðar svalir frá rýminu. Inn af sjónvarpsherbergi er síðan gengið inn í viðbyggingu, sem byggð var skv. teikningum frá 1988, þar sem eru
þrjú svefnherbergi og aðgengi að geymslurými á háalofti.
Svefnherbergin eru öll rúmgóð með sama parketi á gólfi og finna má í öðrum rýmum. Hluti herbergja er með lausum skápum og hluti með föstum skápum.
Baðherbergið var nýlega standsett með parket flísum á gólfi og gráum flísum á veggjum. Upphengt salerni og góð hvít innrétting með breiðum vaski. Baðkar og sturta. Loftun er frá baði upp í túðu á þaki.
Bílskúrinn er með nýlegri bílskúrshurð og gönguhurð. Honum var nýlega skipt þar sem hann var opin í 50% sameign beggja íbúða.
Skoðaðu eignina í 3D hér. Húsið hefur fengið mjög gott viðhald undanfarin ár. Það var múrviðgert og málað árið 2017 og þak var yfirfarið fyrir 7 árum og endurneglt fyrir tveimur árum. Þak á bílskúr var tekið í gegn fyrir 5 árum og hækkað upp öðru megin úr flötu þaki. Innihurðir eru nýlegar að mestu, innihurðir í viðbyggingu voru málaðar. Um er að ræða sannkallað fjölskylduhús á vinsælum stað í Hafnarfirði. Afar stutt er í alla þjónustu eins og leikskóla, grunnskóla og verslunarkjarna. Þetta er virkilega falleg fjölskylduvæn eign í mjög svo friðsælu hverfi. Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.