Fasteignaleitin
Skráð 19. maí 2023
Deila eign
Deila

Breiðvangur 44

HæðHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
222.4 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
114.500.000 kr.
Fermetraverð
514.838 kr./m2
Fasteignamat
89.700.000 kr.
Brunabótamat
82.630.000 kr.
Byggt 1973
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2074061
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunalegt
Raflagnir
endurnýjað að hluta aðallega tenglar og rofar
Frárennslislagnir
upprunalegt
Gluggar / Gler
Gluggar eru upprunalegir en vel við haldið skipt hefur verið um eitthvað af glerjum en ekki öllum
Þak
yfirfarið fyrir 7 árum og endurnelgt fyrir tveimur árum
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
tvennar svalir
Lóð
50
Upphitun
hitaveita - fyrri eigandi skipti um alla ofna í upprunalega hluta hússins
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Ekkert starfandi húsfélag en gott samstarf hefur verið milli nágranna vegna framkvæmda sem hefur þurfta að fara í sameiginlega. 
Gallar
Örlítill gólfhalli er frá eldhúsi og yfir í borðstofu. Bílskúr er skráður 50% en ekki með tiltekna stærð þar sem upprunalega var hann einn geymur í eigu beggja hæðanna en hefur nú verið skipt og skv. FMR er 32,7 fm að stærð. Þannig í opinberri skráningu eignarinnar er heildareignin aðeins skráð 189,7fm. 
Opnun á milli eldhúss og borðstofu var teiknuð af arkitekt og var settur stálbiti í staðin fyrir burðarvegg eftir ráðleggingum arkitektsins. Breytingin var ekki sendi til samþykktar hjá byggingafulltrúa. 
Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjarta og vel skipulagða 189,7 fm hæð ásamt 32,7 fm bílskúr að Breiðvangi 44 í Hafnarfirði. Eignin hefur verið tekin mikið í gegn að innan á undanförnum árum á mjög fallegan og stílhreinan hátt. 5 svefnherbergi, stór stofa og mjög rúmgóð borðstofa og eldhús. 

Nánari lýsing eignar:
Forstofan er flísalögð með gráum parket flísum sem flæða inn á gestasalerni og inn í þvottahús. Þvottahúsið er rúmgott með nýrri innréttingu og góðu vinnuplássi. Frá forstofu er gengið inn í aðalrými eignarinnar þar sem er að finna eldhús, stofu og borðstofu. Þessi rými eru öll með harðparketi á gólfi frá Birgisson. 
Eldhúsið var endurnýjað nýlega. Gert er ráð fyrir tveimur ísskápum (eða ísskáp og frystiskáp) í innréttingu, bakaraofn frá AEG í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél. Innréttingar eru hvítar frá IKEA með dökkum borðplötum frá Fanntófell. Mikið skápapláss. Rýmið milli eldhúss og borðstofu var opnað af núverandi eigendum og er þungamiðja hæðarinnar. 
Stofan er rúmgóð og björt. Útgengi er úr stofu á stórar flísalagðar svalir til suðurs. Fallegur upprunalegur arinn er í stofunni. 
Frá borðstofu og holi er síðan gengið inn í tvö barnaherbergi, með sama parketi á gólfi, baðherbergi og sjónvarpsherbergi. Jafnframt er gengið út á aðrar flísalagðar svalir frá rýminu. Inn af sjónvarpsherbergi er síðan gengið inn í viðbyggingu, sem byggð var skv. teikningum frá 1988, þar sem eru þrjú svefnherbergi og aðgengi að geymslurými á háalofti.
Svefnherbergin eru öll rúmgóð með sama parketi á gólfi og finna má í öðrum rýmum. Hluti herbergja er með lausum skápum og hluti með föstum skápum.  
Baðherbergið var nýlega standsett með parket flísum á gólfi og gráum flísum á veggjum. Upphengt salerni og góð hvít innrétting með breiðum vaski. Baðkar og sturta. Loftun er frá baði upp í túðu á þaki. 
Bílskúrinn er með nýlegri bílskúrshurð og gönguhurð. Honum var nýlega skipt þar sem hann var opin í 50% sameign beggja íbúða.

Skoðaðu eignina í 3D hér. 

Húsið hefur fengið mjög gott viðhald undanfarin ár. Það var múrviðgert og málað árið 2017 og þak var yfirfarið fyrir 7 árum og endurneglt fyrir tveimur árum. Þak á bílskúr var tekið í gegn fyrir 5 árum og hækkað upp öðru megin úr flötu þaki. Innihurðir eru nýlegar að mestu, innihurðir í viðbyggingu voru málaðar. Um er að ræða sannkallað fjölskylduhús á vinsælum stað í Hafnarfirði. Afar stutt er í alla þjónustu eins og leikskóla, grunnskóla og verslunarkjarna. Þetta er virkilega falleg fjölskylduvæn eign í mjög svo friðsælu hverfi. 
 
Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/10/201747.150.000 kr.61.100.000 kr.239.7 m2254.901 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 1973
32.7 m2
Fasteignanúmer
2074061
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.030.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Sveinn Gíslason
Sveinn Gíslason
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jófríðarstaðavegur 6
3D Sýn
Bílskúr
Jófríðarstaðavegur 6
220 Hafnarfjörður
213.4 m2
Einbýlishús
725
520 þ.kr./m2
110.900.000 kr.
Skoða eignina Lækjarhvammur 19
Lækjarhvammur 19
220 Hafnarfjörður
259.3 m2
Raðhús
725
462 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Lækjarhvammur/aukaíbúð 15
Lækjarhvammur/aukaíbúð 15
220 Hafnarfjörður
257.6 m2
Raðhús
624
485 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Stekkjarhvammur 29
Bílskúr
d
Stekkjarhvammur 29
220 Hafnarfjörður
193.4 m2
Raðhús
614
589 þ.kr./m2
113.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache