** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun ** - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **Fasteignasala Mosfellsbæjar S: 586-8080 kynnir: Nýtt 226,7 m2 raðhús á tveimur hæðum við Fossatungu 3 í Mosfellsbæ. Fallegt útsýni. Um er að ræða mjög fallegt og vel skipulagt raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Birt stærð eignarinnar er 226,7 m2, þar af er íbúðarhluti 202,2 m2 og sambyggður bílskúr 24,5 m2. Á jarðhæð er forstofa, bílskúr, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og geymsla. Á efri hæðinni er hjónaherbergi með fataherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa, borðstofa og sjónvarpsstofa (hægt að breyta í svefnherbergi). Mjög stórar svalir með fallegu útsýni. Húsið afhendist fullbúið á byggingarstigi 4 (nýi staðallinn) með grófjafnaðri lóð en þó er búið að helluleggja fyrir framan inngang.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax. Nánari lýsing:
Neðri Hæð: Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í bílskúr.
Bílskúr er með epxoý á gólfi.
Herbergin eru 3 á neðri hæðinni, öll með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi nr. 1 er með innréttingu, vegghengdu salerni og 'walk in' sturtu. Flísar á gólfi og veggjum. Gluggi er á baðherbergi.
Þvottahús er með innréttingu og flísum á gólfi. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gluggi er á þvottahúsi. Inn af þvottahúsi er
geymsla með flísum á gólfi. Gluggi er á geymslu.
Efri hæð: Stofa, eldhús og borðstofa er í opnu og björtu rými með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á
svalir í suðvesturátt með fallegu útsýni.
Sjónvarpshol er inn af stofu og með parketi á gólfi. Hægt að breyta í auka svefnherbergi.
Hjónaherbergi er með parketi á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi.
Baðherbergi nr. 2 er með innréttingu, vegghengdu salerni, handklæðaofn og 'walk in' sturtu. Gluggi er á baðherbergi.
Eldhús er með fallegri L-laga innréttingu og eyju. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, spanhelluborð, tveir ofnar. Gert ráð fyrir tveimur innbyggðum ísskápum í innréttingu.
Eldhúsinnrétting, baðinnréttingar og fataskápar eru frá HTH. Eldhústæki frá AEG, þ.e. ofn, helluborð (span) og innbyggð uppþvottavél. Gólf er flísalagt á baðherbergjum, þvottahúsi, geymslu og anddyri, en harðparketi á öðrum rýmum. Flísar og harðparket eru frá Parka. Bílskúr: Epoxy á gólfi. Innihurðir eru frá Parka. Handrið frá Vélsmiðjunni Altak. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum. Útveggir eru klæddir forsteyptri veðurkápu að utanverðu og verða húsin afhent ómáluð. Þak er varið með PVC dúk með malarfargi. Lóð er grófjöfnuð og skilast með sorpskýli fyrir 3 sorpílát. Búið er að helluleggja fyrir framan inngang og.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á (0,3% af brunabótamati).
Verð kr. 129.900.000,-