Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Fossveg 4, íbúð 104 800 Selfoss:Rúmgóða og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í vel staðsettu fjölbýlishúsi í Fosslandinu. Birt stærð eignar samkvæmt HMS er 79 fm og þar af er íbúðarhluti er 73,1 fm og geymsla 5,9 fm. Hellulögð verönd í bakgarði fyrir utan stofu. Mögulegt er að nýta geymslu innan íbúðar sem herbergi.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXTILVALIN FYRSTU KAUPEignin skiptist í anddyri, gang, eldhús, baðherbergi, eitt svefnherbergi, í alrými er eldhúsi og stofu / borðstofa, geymsla / herbergi innan íbúðar og sérgeymsla í kjallara.
Nánari lýsing : Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp.
Stofa / borðstofa: Í alrými er björt og rúmgóð stofa / borðstofa með útgengi út á 21,2 fm. suðurvestur verönd, flísar á gólfi.
Eldhús: Í alrými með góðri innréttingu, ofn í vinnuhæð, keramik helluborð og vifta, flísar milli skápa, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum.
Geymsla / herbergi: Inna af forstofur er geymsla sem hægt er að nota sem herbergi, niðurfall í gólfi, gluggi, flísar á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítum innréttingum og innréttingu fyrir þvottavél, sturta, flísar á gólfi og veggjum.
Geymsla: Sérgeymsla 5,9 fm (merkt 00-09) sem staðsett er í kjallara.
Sameign: Hjóla- og vagnageymsla er í sameign.
Lóð: Eignarlóð 3040,6 fm.
Húsið: Er byggt 2002 og í húsinu eru tuttugu íbúðir.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Falleg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.