CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna fallegt og mikið endurnýjað 227 fm einbýli á tveimur hæðum með kjallara við Suðurgötu 27 í Hafnarfirði. Þetta er ein af fallegri eldri eignum í gamla bænum og setur þetta fallega hús mikin svip á götuna. Húsið er byggt 1920 en hefur verið mikið endurnýjað og fengið mjög gott viðhald síðustu tvo áratugi. Það er stutt ganga í miðbæinn og aðra skemmtilega menningu í hjarta Hafnarfjarðar. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.is
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT.
Hér eru linkar til að skoða eignina í 3-D
EFRI HÆÐ 3-D
NEÐRI HÆÐ 3-D
KJALLARI 3-DNánari lýsing á efri hæð:Hjónaherbergi: Gott og bjart herbergi með skápum, gegnheilt viðargólf.
Barnaherbergi I: Gott herbergi með skápum, gegnheilt viðargólf.
Barnaherbergi II: Gott herbergi með skápum, gegnheilt viðargólf.
Barnaherbergi III: Þetta herbergi er nýtt sem fataherbergi í dag. Gegnheilt viðargólf.
Baðherbergi: Mikið endurnýjað baðherbergi, upphengt salerni, náttúrusteinn í borði og vask, opin sturta, handklæðaofn. Flísar á gólfi og hluta af veggjum.
Nánari lýsing á neðri hæð:Forstofa: Opin forstofa með rúmgóðum, háum skápum. Flísar á gólfi.
Eldhús: Staðsett í viðbyggingu byggð árið 2007. Vel skipulagt með góðu skápaplássi, gert ráð fyrir stórum ísskáp, gaseldavél, gufugleypir, flísar á gólfi, innfelld lýsing í lofti, útgengt út á sólpall með heitum potti.
Borðstofa: Opið rými sem tengir saman stofu og eldhús. Gegnheilt viðargólf. Gengið niður í kjallara úr borðstofu úr rennihurð.
Stofa: Hlýleg, opin og björt með innfelldri lýsingu, góðri lofthæð, gegnheilt parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Gott pláss fyrir góðan fjölskyldusófa, innfelld lýsing, gegnheilt viðargólf.
Sólpallur: Stór og góður sólpallur með heitum potti.
Framkvæmdir og viðhald eignarinnar síðustu ár að sögn seljanda:2003 - Húsið er tekið í gegn af núverandi eigendum og í raun gert fokhelt. Skipt um allar lagnir, raflagnir, glugga.
2007 - Byggð viðbygging fyrir eldhús, garður tekin upp og skipt um jarðveg, allar lagnir út í götu nýjar, nýtt dren, hiti í gagnstétt og bílastæði og byggður sólpallur.
2022 - Baðherbergi á efri hæð uppfært og breytt, eldhús uppfært og breytt. Skipt um allar þakrennur og einhverjar þakplötur
2024 - Ný svalahurð
Nánari lýsing á kjallara:Þvottahús: Gengið niður úr borðstofu í þvottahúsið en þarna er minni lofthæð en innar í rýminu. Steypt gólf.
Anddyri kjallari: Útgangur úr kjallara, góðir hvítir skápar, flísar á gólfi.
Gufa/baðherbergi: Gengið er eitt þrep niður og þá eykst lofthæðin í þessu rými. Þarna má finna sturtu, upphengt salerni og saunu með setrými fyrir framan. Flísar á gólfi.
Nánari upplýsingar veita: Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is
Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.