Fasteignamiðlun kynnir eignina Túngata 29, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 222-2586 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Túngata 29 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 222-2586, birt stærð 95.7 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Um er að ræða einbýlishús á einni hæð með fjórum svefnherbergjum. Miklar breytingar hafa verið gerðar á eigninni og margt endurnýjað s.s. vatnslagnir, frárennsli, raflagnir, veggir klæddir með panel, eldhúsinnrétting endurnýjuð, baðherbergi endurnýjað, gluggar og gólfefni fyrir ca 11 árum. Byggt var síðan við eignina árið 2017 og bætt við þremur mjög rúmgóðum svefnherbergjum og gangi og þak endurnýjað. Í viðbygginguna voru lagðar nýjar vatnslagnir í ofna og rafmagn en mjög hátt er til lofts í viðbyggingu.
Eignin samanstendur af eldhúsi, baðherbergi, 3-4 svefnherbergjum og stofu. Eldhús er með viðarinnréttingu efri og neðri skápum, viðarborðplötu og flísum á gólfi. Hægt er að ganga út á hellulagða stétt á bak við eign. Vatnsinntak og grind er í aflokuðum skáp í eldhúsi og gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu. Eitt svefnherbergi er inn af eldhúsi með parket á gólfi. Stofa er rúmgóð með parket á gólfi og hvíttuðum panel á vegg. Baðherbergi er flísalagt með viðarinnréttingu, vask, frístandandi sturtuklefa, klósetti og handklæðaofn. Inn af stofu er svefnrými með koju og svefnsófa með parket á gólfi aflokað með gardínum. Gengið er inn í viðbyggingu frá stofu en þar eru þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi. Eitt af þeim er með 4 sérsmíðuðum kojum þ.e. tveimur á hvorri hlið og rúmi neðst. Útangur er í suður út frá viðbyggingu.
Eignin er klædd steni klæðningu að utan og með viðhaldsfríu lituðu aluzink á þaki. Pallur er við enda stæðis með 9m2 geymsluskúr. Garðurinn er gróinn með grasbala og timbur girðingu í kring. Stæði er fyrir framan eign og er malarlagt.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali