Miklaborg kynnir: Sérlega fallega og mikið endurnýjaða íbúð með sér inngangi á 1. hæð að Drápuhlíð 20. Endurnýjað eldhús með sérsmíðaðri innréttingu og steini á borðum. 3 svefnherbergi og endurnýjað baðherbergi. 2 geymslur og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Falleg eign á afar eftirsóttum stað.
Leitið upplýsinga hjá Friðriki í s. 616 1313
NÁNARI LÝSING: Húsið er reisulegt steinað þríbýlishús. Skipting íbúðar 101: Sér inngangur, forstofa, hol, baðherbergi, eldhús og borðstofa saman, þrjú svefnherbergi, stofa, svalir, tvær geymslur og sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og þaðan er gengið niður í sameign. Gengið inn í svefnherbergi 1 úr forstofu. Komið er inn í miðrými sem leiðir inn í önnur herbergi eignarinnar. Baðherbergi var endurnýjað 2021 og er flísalagt í hólf í gólf með flísum frá Agli Árnasyni. Baðkar með sturtu, handklæðaofn og upphengt salerni. Eldhús og borðstofa í sama rými með stórum suðurglugga. Eldhús og tæki frá 2022. Sérsmíðuð innrétting og eyja frá Brúnás og borðplata úr kvartssteini frá S. Helgasyni. Tveir bakarofnar, span helluborð, innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél frá Ormsson. Stofa með stórum glugga og suðursvölum sem snýr út í garð. Gott hjónaherbergi með innbyggðum skápum á heilum vegg. Barnaherbergi með góðum fataskáp. Herbergið var áður eldhús íbúðarinnar. Innra skipulagi íbúðarinnar hefur verið breytt frá upprunalegu skipulagi og er það því ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Gólfefni: vandað eikarparket frá Birgisson var lagt á alla íbúðina 2020, nema á forstofuog baðherbergi. Þar eru flísar.
Í kjallara hússins eru tvær sérgeymslur sem tilheyra íbúðinni 3,9 fm og 5,9 fm alls 9,8 fm og sameiginlegt þvottahús ásamt inntaksrými/kyndiklefa. Þvottahús mjög snyrtilegt, búið að endurnýja frárennslislagnir og gólf. Eitt bílastæði er á lóðinni og er sérafnotaréttur íbúða 0101 og 0201. Leyfi byggingayfirvöld byggingu bílskúrs eru bílskúrréttindin í eigu íbúða 0101 og 0201 að jöfnu.
Húsið hefur fengið gott viðhald. Steining var endurnýjuð kringum árið 2005. Gluggar í sameign og geymslum eru frá 2022 og gluggar í svefnherbergjum á austurhlið frá 2023. Búið er að smíða nýjan glugga á baðherbergi og fylgir hann eigninni. Klóaklagnir voru endurnýjaðar sumarið 2020, brunnur settur við húsið og dren kringum húsið. Stammi og neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar og yfirfarnar árið 2021. Ný útiljós fyrir utan útidyr sett í nóvember 2025.
Hér er sérlega falleg eign sem er mikið endurnýjuð og vel staðsett á þessum eftirsóttastað. Stutt í alla þjónsutu, skóla og leikskóla.
Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 26/05/2021 | 56.250.000 kr. | 69.000.000 kr. | 118.1 m2 | 584.250 kr. | Já |
| 21/09/2018 | 47.750.000 kr. | 50.100.000 kr. | 118.1 m2 | 424.216 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
105 | 95.3 | 98,9 | ||
105 | 98.4 | 102,9 | ||
105 | 97.2 | 107,9 | ||
105 | 123.5 | 109,9 | ||
105 | 82.7 | 102,9 |