Höfði fasteignasala kynnir:
Jörðin Dunkárbakki í Dalabyggð er talin vera 2.133 hektarar. Þar af er ræktað land 22,9 hektarar. Jörðin afmarkast af strönd Hvammsfjarðar að norðan og liggur aflöng til suðurs upp á eggjar Hvolafjalls. Að austanverðu ræður Dunká merkjum að mestu leyti á móti Dunki. Að austanverðu eru landamerki móti Gunnarsstöðum sjónhending milli kennileita. Landamerkin eru ágreiningslaus.