Björt og falleg 2ja herb. íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi með sérinngang og svölum í suðaustur.
*** BÓKAÐU EINKASKOÐUN *** s. 530-9000Guðrún Hulda Ólafsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 8457445 eða á netfanginu gudrun@logheimili.isLögheimili Eignamiðlun, Skólabraut 26 Akranesi og Ferrum Fasteignir kynna:
Íbúð 209, Asparskógum 18, 300 Akranesi. Asparskóga 18 - fjölbýlishús með tveimur stigahúsum með lyftu og bílastæðahúsi. Húsið er á tveimur til fimm hæðum með 40 íbúðum.
Íbúð 209 er vel skipulögð 60,2 fm. tveggja herbergja
ibúð á 2. hæð með sér inngangi og skiptist í anddyri, stofu, eldhús, eitt svefnherbergi og baðherbergi með þvottarými. Íbúðin afhendist fullbúin með vönduðum tækjum. Ljós eru innbyggð að hluta.
Nánari lýsing:Forstofa: Tvöfaldur fataskápur. Flísar á gólfi.
Eldhús: Vandaðar Nobilia innréttingar frá GKS innréttingar í eldhúsi, hnota og hvítar. Öll rafræki eru frá AEG, bakaraofn, spanhelluborð, innbyggður kæliskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél. Vifta er frá Elica. Blöndunartækin eru frá Tengi. Harðparket á gólfi.
Stofa: Útgengt út á 7 fm. svalir í suð/austur. Harðparket á gólfi
Svefnherbergi: Þrefaldur fataskápur frá GKS. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Hvít innrétting með handlaug, speglaskápur, upphengt salerni, WALK IN sturtu og handklæðaofn. Blöndunartækin eru frá Tengi. Flísar á veggjum og gólfi.
Þvottarými: Þrefaldur skápur á gang með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Útiljós eru á svölum. Vatnsvarinn tengill.
Sameign: Á jarðhæðinni er hjóla- og vagnageymsla. Rafmagnstöflur og rafmagnsmælar íbúða er staðsett í sameigninni.
Ljósleiðari er tengdur inn í húsið og endar í tengikassa hverrar íbúðar. Netdreifikerfi er í íbúðinni. Ljósbreytir við tengikassa kemur frá símafélagi íbúans.Húsbyggjandi: Ferrum fasteignafélag
Aðalhönnuður: Al-Hönnun ehf.
Íbúðin skilast fullbúin að innan, með öllum gólfefnum.Sjá nánar um Asparskóga 18:
https://asparskogar.is/Tilbúin til afhendingarNánari upplýsingar veitir
Guðrún Hulda Ólafsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali s 8457445 eða á netfanginu gudrun@logheimili.isAKRANES er heilsueflandi bæjarfélag með rúmlega 8.000 íbúa. Þar er fjölskylduvænt umhverfi þar sem lagt er mikið upp úr að veita framúrskarandi þjónustu í skólum og að halda uppi öflugu íþróttastarfi. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ? Lögheimili eignamiðlun veitir afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á áratugareynslu á starfi við fasteignasölu á Íslandi. Vegna mikillar sölu undanfarið getum við bætt við okkur eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma
630-9000 eða á netfangið logheimili@logheimili.is og pantaðu tíma fyrir þína eign.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga) / 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Samkvæmt skilmálum hverrar lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
5. Kaupandi greiðir 0,3% af brunabótamati eignar.