Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna nýtt og fallegt 3ja herbergja miðjuraðhús með innbyggðum bílskúr. Birt stærð eignar er 135,6 fm. þar af er íbúðarhluti 109,4 fm. og bílskúr 26,2 fm. Frábær staðsetning í glænýju hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar þar sem stutt er í alla helstu þjónustu skóla og leikskóla, íþróttaaðstöðu og falleg útivistarsvæði.
SELJENDUR ERU TILBÚNIR AÐ SKOÐA SKIPTI Á MINNI EIGN Í REYKJAVÍK / KÓPAVOGI. Skipulag eignarinnar: Anddyri, 2 svefnherbergi, stofa/borðstofa og eldhús í opnu alrými, baðherbergi, þvottahús/geymsla og bílskúr.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing: Anddyri: Komið er inn í parketlagða forstofu með hvítum Ikea fataskáp.
Stofa/borðstofa: Í alrými er björt og rúmgóð stofa/borðstofa. Úr stofu er útgengt út á vestur sólpall.
Eldhús: Með
fallegri innrétting frá Ikea, innfelld uppþvottavél, bakaraofn og örbylgjuofn, spanhelluborð, eyja og borð, veggpanill milli skápa, innfelld lýsing í lofti, parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi, hvítir opnir fataskápar frá Ikea, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott parketlagt herbergi.
Baðherbergi: Einstaklega fallegt og rúmgott baðherbergi, brún Ikea innrétting, spegill, walk inn sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, útgönguhurð út á baklóð, flísar á gólfi og veggir klæddir með fibo plötum.
Þvottahús: Flísalagt þvottahús.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr, hvítar hillur, lúga í lofti upp á geymsluloft, epoxy lakk á gólfi.
Húsið: Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með fínkornuðu steni og er byggt 2021. Gólfsíðir gluggar eru í húsinu sem gefa því mikla birtu. Ísteyptar hitalagnir (gólfhiti) eru í öllum gólfum og hitastýringar í öllum herbergjum..
Lóð: Að framan er nýr vestur sólpallur, möl í innkeyrslu, ruslatunnuskýli. Baklóð er grófjöfnuð.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: holmar@helgafellfasteignasala.is.