****Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun****
Garðatorg eignamiðlun og Haraldur Björnsson löggiltur fasteignasali s. 787-8727 og haraldur@gardatorg.is
Snyrtilega og mikið endurnýjaða 95.6 fermetra, 3-4ja herbergja íbúð með sérinngang á fyrstu hæð við Langholtsveg 21.
Rúmgóð stofa þar sem hægt er að stúka af og útbúa 3 svefnherbergið. Nýlegur sólpallur með heitum potti.
Nánari lýsing:
Forstofa/þvottahús: Flísalögð forstofa með fatahengi. Innaf forstofu er þvottaaðstöðu og nýrri sturtuaðstöðu.
Eldhús: Bjart með tveim gluggum, nýlegri innréttingu og flísum á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt með baðkari og glugga.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðum fataskáp.
Barnaherbergi: Fínt barnaherbergi og möguleiki á að stúka af þriðja herbergið innaf stofunni.
Stofa/borðstofa: Rúmgott rými með útgengi útá nýlegan sólpall (2022)
Geymsla: Rúmgóð geymsla með hillum innan íbúðar.
Lítil köld útigeymsla er gengt inngangi undir tröppum. Sameiginleg með efri hæð
Skipt um allar þakrennur og þakjárn 2017 og þá voru sett ný niðurföll og nýr þakkanntur.
Múrviðgert og málað 2022
Skipt um raflagnaefni 2020
Vel staðsettm mikið endurnýjuð eign í rólegu og barnvænu umhverfi þar sem stutt er í
alla þjónustu, skóla, leikskóla og útivistarsvæði.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Björnsson lögg. fasteignasali í síma: 787-8727 eða haraldur@gardatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.000kr.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.