Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir
BÓKIÐ SKOÐUN asta@kjoreign.is eða í síma 897-8061
Kjöreign kynnir: Grundarsmári 6, Kópavogi. Sjö herbergja einbýlishús á þessum vinsæla stað í Smárahverfinu. Eignin skiptist í , forstofu, gestasalerni, tvö baðherbergi, fimm svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, sjónvarpsstofu, þvottahús, geymslu og bílskúr. Fallegur garður með pöllum og stórar svalir út frá stofu/borðstofu.
Einbýlishúsið er síðasta húsið, sem byggt var í Grundarsmáranum 1998 til 1999. Kristinn Ragnarsson arkitekt teiknaði húsið og innanhúsarkitekt var Ásgerður Höskuldsdóttir. Allar innréttingar voru smíðaðar af Eldhúsvali. Viðurinn er honduras mahogany og voru smiðaðar innréttingar í eldhús og herbergi og hurðir frá GKS. Öll handrið úti og inni eru frá járnsmiðju Óðins. Stanislas Bohic landslagsarkitekt teiknaði lóðina og Margrét Hálfdánardóttir garðyrkjufræðingur sá um val á plöntum og stjórnaði gróðursetningu.
Húsið er skv. Þjóðskrá Íslands einbýli 263,7 m2 og innbyggður bílskúr 32,8 m2 eða alls 296.5 m2. Það er innangengt úr bílskúr upp á efra loft, en það rými hefur verið notað sem geymsla fyrir hluti, sem eru notaðir árstíðabundið. Þetta rými er ekki inn í fermetratölu hússins. Það er hægt að standa uppréttur í miðju rýminu og það er þakgluggi til staðar, sem hægt er að opna út. Lagnir munu vera til staðar, ef þarf.
Húsið er á tveim hæðum og er aðalinngangur hússins á efri hæð og þar er innangengt inn í bílskúr úr forstofu. Á efri hæð er rúmgott herbergi og svo alrými með stofu, borðstofu, eldhúsi og búri og gestasnyrtingu. Arin er í stofu. Það er Expoxid á gólfi í bílskúr og þvottahúsi, sem er á neðri hæð. Það er grásteinn í sólbekkjum í eldhúsi, borðstofu og stofu. Borðplötur í eldhúsi úr granít og hlyni. Flísalögn er í eldhúsi, borðstofu og forstofu. Gólfhiti er í forstofu, búri,eldhúsi og borðstofu, en í borðstofu eru einnig ofnar. Gestasalerni er með gólfhita og þar er einnig ofn.
Á neðri hæð eru fjögur svefnherbergi og sjónvarpsaðstaða í opnu rými í miðjunni. Geymsla er einnig til staðar niðri. Gólfefni er með gegnheilu parketi, sem er límt á steininn. Það er inn af hjónaherbergi fataherbergi og baðherbergi með sturtu. Aðalbaðherbergið er frekar stórt með hornbaði og í því er nudd. Góð sturtuaðstaða. Gólfhiti er í öllum baðherbergjum. Það eru því þrjú baðherbergi í húsinu. Það er útgangur út í garð úr þvottahúsi og úr einu herbergi vestan megin.
Húsið er steinað að utan og vatnsbretti eru úr blágrýti. Mikið hefur verið lagt í lóðina og þurfti að byggja hana upp að norðanverðu með stórgrýti. Þrír stuðlabergssteinar í tjörn og hægt að láta vatn renna í gegnu stein með vökvadælu, sem fylgir. Heitur pottur er á sínum stað og góð lýsing í sjálfum garðinum og undir þakkanti að framanverðu og yfir bílskúrshurð. Við bílskúrshurð báðum megin eru 16 amperaútitengi. Það er markisa í þakkanti á útivistarsvæði í garðinum, sem hægt er að stilla með fjarstýringu á ýmsa kanta.
Það eru steyptir stigar bæði á vestan- og austanverðu, sem eru flísalagðir og með hitalögn. Snjóbræðsla er einnig fyrir framan húsið í inngangi og innkeyrslu.
Flísamottur eru á súlum að framanverðu við inngang og í garðinum að vestanverðu. Útigeymsla er við stiga að austanverðu fyrir garðyrkjuáhöld. Svalir úti eru flísalagðar.
Húsið er vel staðsett í göngufæri við Smáralind og ýmsa aðra þjónustu. Stutt er í grunnskóla og íþróttaaðstöðu hjá Breiðablik og örugg leið fyrir börn í gegnum undirgöng. Greiðfært í allar áttir.
Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar ehf. í síma 533-4040 eða kjoreign@kjoreign.is. Vinsamlegast pantið skoðunartíma.
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 asta@kjoreign.is
Dan Wiium hdl., og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013 dan@kjoreign.is
Má bjóða þér frítt verðmat á þína fasteign án skuldbindingar?
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.