Fasteignasalan Hvammur - 466 1600
Hörg / Eyrargata 4 - Fallegt og mikið endurnýjað 6 herbergj einbýlishús á tveimur hæðum við Svalbarðstjörnina á Svalbarðseyri - stærð 209,8 m²
Um er að ræða tvílyft einbýlishús með skráð byggingarár 1944 en á árunum 2004-2005 fóru fram gagngerðar endurbætur á húsinu og meðal annars byggð hæð ofan á. Auk þess var húsið klætt að utan, rafmagns- og vatnslagnir endurnýjaðar, gólfhiti settur í forstofu, geymslu og á baðherbergi, skipt um glugga og settir upp nýjir ofnar. Húsið var svo allt endurinnréttað að innan, gólfefni, veggir, hurðir og innréttingar.
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Neðri hæð 114,0 m²: Forstofa, gangur, baðherbergi, svefnherbergi eldhús, borðstofa, stofa og geymsla/herbergi.
Efri hæð 95,8 m²: Sjónvarpshol, tvö barnaherbergi, þvottahús og hjónaherbergi með baðherbergi inn af.
Forstofa er með flísum á gólfi, gólfhita og hvítum fataskápum. Úr forstofunni liggur parketlagður timbur stigi upp á efri hæðina. Hitalagnir eru í stétt fyrir framan forstofuhurðina.
Eldhús hefur verið endurnýjað. Svört innrétting með ljósri bekkplötu og flísum á milli skápa og eyja sem hægt er að sitja við. Ljóst harð parket er á gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými þar sem ljóst harð parket er á gólfi og gluggar til þriggja átta. Úr borðstofu er gengið út á steypta verönd með útsýni út á fjörðinn og úr stofunni er tvöföld hurð út á timbur verönd sem er með suðurhlið hússins.
Baðherbergi er á neðri hæðinni er með flísum á gólfi og veggjum, spónlagðri mahony innréttingu, upphengdu wc og opnanlegum glugga. Lagnir eru til staðar til að koma fyrir þvottavél.
Geymsla er til hliðar úr forstofunni og þar eru flísar á gólfi og tvöfaldur fataskápur. Hiti er í gólfi. Möguleiki er nota þetta rými sem fimmta svefnherbergið.
Svefnherbergin eru fjögur, öll mjög rúmgóð. Á neðri hæðinni er harð parket á gólfi og mjög góður spónlagður mahony fataskápur. Barnaherbergin á efri hæðinni eru bæði með planka parketi á gólfi og innfelldri lýsingu. Hjónaherbergið er rúmgott, með harð parketi á gólfi, innfelldri lýsingu og hurð út á skemmtilegar svalir með útsýni út á fjörðinn. Inn af hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi og hluta veggja, baðkari, sturtuklefa, upphengdu wc og innréttingu, hvíttuð spónlögð eik.
Sjónvarpshol er mjög rúmgott, með planka parketi gólfi og innfelldri lýsingu.
Þvottahús er með planka parketi á gólfi og góðum opnanlegum glugga. Í loftinu er fellistigu upp á geymsluloft.
Kaldar geymslur: Við hliðina á forstofu er köld geymsla, einnig er önnur köld geymsla á steyptu veröndinni.
Annað
- Ljósleiðari er tilbúin til notkunar.
- Góð timbur verönd er með suðurhlið hússins.
- Samkvæmt lóðarleigusamningi er heimilt að byggja bílskúr á lóðinni.
- Eignin er í einkasölu