Páll Konráð & LIND fasteignasala kynna stórglæsilega og nýlega 4ra herbergja endaíbúð með mikilli lofthæð á 4. hæð (efstu hæð) í nýlegu lyftuhúsi við Naustabryggju 17 í Bryggjuhverfinu við Gullinbrú.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi þar á meðal rúmgóð hjónasvíta, tvö baðherbergi og sér þvottahús. Bílastæði fylgir í bílakjallara.
Eignin er í heildina skráð 131,5 fm á stærð sem skiptist í 119,6 fm íbúð og 11,9 fm geymslu.
Íbúðin er að hluta til á tveimur hæðum. Neðri hæðin skiptist í forstofu / gang, þvottahús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Efri hæðin skiptist í vinnurými og hjónasvítu með baðherbergi. Sérgeymsla er í kjallara og vel staðsett stæði í bílakjallara, með möguleika á rafhleðslu fyrir rafmagnsbíl. Búið er að tengja rafmagn við bílastæðið og setja upp grind fyrir rafhleðslustöð.
-//- Mikil lofthæð
-//- Tvennar svalir
-//- Hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi
-//- Innréttingar frá GKS innréttingum
-//- Stæði í bílakjallara
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa / gangur: með fataskáp og parketi á gólfi.
Þvottahús: með þvottasnúrum, flísar á gólfi.
Svefnherbergi 1: 14,5 fm svefnherbergi með fataherbergi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 2: 10,1 fm svefnherbergi með fataskápum og parketi á gólfi.
Stofa: í rúmgóðu alrými með mikilli lofthæð, parketi á gólfi, gólfsíðir gluggar og útgengi á svalir sem snúa í suð-austur.
Eldhús: með ljósri innréttingu með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp, góðu borðplássi og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með innréttingu og efri skápum með speglum, sturtu, handklæðaofn og flísum á gólfi.
Efri hæð:
Hjónasvíta: 29,8 fm hjónasvíta með mikilli lofthæð, fataherbergi og baðherbergi með sturtu og flísum á gólfi.
Vinnurými: vinnurými(stigapallur) fyrir framan hjónasvítuna með parketi á gólfi.
Bílastæði: sérbílastæði í bílageymslu merkt 404. Vel staðsett í bílakjallara, rétt hjá inngangi í stigagang og lyftu.
Geymsla: 11,9 fm sérgeymsla í kjallara.
Hjóla - og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.
Húsið var byggt af ÞG Verk árið 2017 og er því um nýlega eign að ræða. Íbúðin lítur vel út með mikilli lofthæð í stofu, eldhúsi og hjónasvítu. Húsið er klætt að utan með vönduðum ál- og tréklæðingum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Innréttingar frá GKS innréttingum. Harðparket og flísar á gólfum.
Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali, S:820-9322, pall@fastlind.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.