Fasteignaleitin
Skráð 10. apríl 2024
Deila eign
Deila

Duggufjara 6

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
297.9 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
142.000.000 kr.
Brunabótamat
172.700.000 kr.
Mynd af Sigurður Hjörtur Þrastarson
Sigurður Hjörtur Þrastarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1990
Þvottahús
Garður
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2145706
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Síðan 1996
Raflagnir
Síðan 1996
Frárennslislagnir
Síðan 1996
Gluggar / Gler
Síðan 1996
Þak
Síðan 1996
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Til suðurs
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Eignin er ekki að fullu í samræmi við teikningar (einn veggur á efri hæð)
Duggufjara 6 - Fallegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr á einstökum stað við tjörnina í Innbænum á Akureyri.  Húsið er samtals 297,9 m² að stærð og þar af telur bílskúrinn 36,0 m².

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Neðri hæð: Forstofa, eldhús, borðstofa, stofa, svefnherbergi, hol, búrgeymsla, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Efri hæð: Þrjú svefnherbergi, baðherbergi og hol/stigapallur.

Forstofur eru tvær inní húsið að vestanverðu frá bílastæði.  Aðalforstofan er flísalögð og þar eru fataskápar og innfelld lýsing í loftum. Hin forstofan er inngangur inní millibyggingu á milli húss bílskúr, þar eru einnig flísar á gólfum og fataskápar. 
Eldhús er rúmgott og með flísum á gólfi, vandaðri viðarinnréttingu með borðplötu úr stein. Innbyggður ísskápur er í innréttingu og stæði fyrir uppþvottavél er fylgir með við sölu eignar. Öll tæki eru frá Miele, þ.e. gashelluborð, ofn, uppþvottavél og örbylgjuofn. Borðkrókur er í bjartri útbyggingu til vestur.
Borðstofa er innaf eldhúsi, þar eru flísar á gólfi og útgengt á hellulagða verönd til suðurs með heitum potti.
Stofa er einkar rúmgóð og björt og skiptist hún í fallegt seturými með veglegum arni, og sjónvarpshorn.  Flísar eru gólfi og innfelld lýsing í loftum.  
Svefnherbergi eru fjögur talsins, eitt á neðri hæð og þrjú á efri hæð.  Herbergið á neðri hæð er með flísum á gólfi og fataskáp og tvö herbergi efri hæðar eru með parketi á gólfi og fataskápum. Þriða herbergið á efri hæðinni er rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi og innbyggðri kommóðu og náttborðum. Í öllum herbergjum er innfelld lýsing í loftum.
Hol neðri hæðar er með flísum á gólfi og þaðan er m.a. farið um stálstiga með timburfjölum á milli hæða í veglegu stigahúsi með gluggum og austurhlið hússins, sem tengir hæðirnar saman með skemmtilegum hætti.
Hol eða stigapallur á efri hæð er með parketi á gólfi og þaðan er skemmtilegt útsýni út á tjörnina til austurs.
Baðherbergin eru tvö, eitt á hvorri hæð.  Baðherbergi neðri hæðar er flísalagt, með upphengt wc, sturtuklefa og innréttingu með borðplötu úr steini.  Baðherbergi efri hæðar er rúmgott, með ljósri innréttingu með steini á borði, upphengt wc, sturtuklefa, baðkari og tveimur handklæðaofnum.  Einnig er á baðherberginu ljósabekkur sem fylgir með við sölu.
Búrgeymsla er flísalögð og með ljósri innréttingu, þar er opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er með ljósri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara.  Úr þvotthúsi er útgengt út á hellulagða verönd til austurs.
Bílskúr er 36 m² að stærð með flísum á gólfi, rafknúnni innkeysluhurð að vestanverðu og gönguhurð til austurs.  

Lóðin er mjög falleg og vel staðsett við tjörnina í Innbænum. Framan við húsið er gott hellulagt bílaplan með snjóbræðslu og einnig eru hellulagðar verandir og stéttar allt í kringum húsið og steyptir veggir sem og steypt blóma- og gróðurker.   Austan við lóðina er opið svæði að tjörninni. Umhverfið er fallegt, tjörnin og skógi vaxin brekkan.
Húsið er með skráð byggingarár 1990 en var breytt og nánast endurbyggt árið 1996 en þá var húsið stækkað og bætt við kvistum bæði til austurs og vestur auk stigahúss sem setur mikinn svip á húsið.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1989
36 m2
Fasteignanúmer
2145706
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
16.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Krókeyrarnöf 1
Bílskúr
Skoða eignina Krókeyrarnöf 1
Krókeyrarnöf 1
600 Akureyri
299.4 m2
Einbýlishús
635
584 þ.kr./m2
174.900.000 kr.
Skoða eignina Aðalstræti 63
Skoða eignina Aðalstræti 63
Aðalstræti 63
600 Akureyri
292.2 m2
Einbýlishús
946
410 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Aðalstræti 38
Skoða eignina Aðalstræti 38
Aðalstræti 38
600 Akureyri
239 m2
Einbýlishús
412
594 þ.kr./m2
142.000.000 kr.
Skoða eignina Kambagerði 2
Skoða eignina Kambagerði 2
Kambagerði 2
600 Akureyri
285.4 m2
Fjölbýlishús
1018
Fasteignamat 106.400.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache