DOMUSNOVA OG VILBORG KYNNA NÝTT Á EINKASÖLU:FALLEG 3JA - 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ, 91,0 fm Á JARÐHÆÐ
22,4 FM AFGIRT TIMBURVERÖND.
BÍLASTÆÐI FYLGIR ÍBÚÐ VIÐ INNGANG Á VERÖND.
GEYMSLA INNAN ÍBÚÐAR. ER NÝTT SEM HERBERGI Í DAG.
ÞVOTTAHÚS Í ÍBÚÐ.
Hafið samband við Vilborgu; vilborg@domusnova eða í síma 891-8660 til að fá söluyfirlit eða nánari upplýsingar.Nánari lýsing:Gengið er inn framan við hús í sameigninlega forstofu með dyrasíma og þaðan inn í flísalagðan stigagang. Einnig er inngangur aftan við hús frá bílastæðum staðsettum þar.
Íbúð:Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús með góðri mahogany viðarinnréttingu, borðkrókur, helluborð m/háf yfir, ofn.
Stofa/borðstofa með flísum á gólfi. Opið inn í eldhúsrými. (Sjá teikningu)
Timburverönd: Útgengt á 22,4 fm timburverönd til suðvesturs með góðum skjólvegg. Hægt er að ganga að bílastæði frá verönd.
Baðherbergi með hvítri innréttingu, flísalögð sturta, sturtugler, flísar á gólfi og veggjum.
Hjónaherbergi með góðum fataskápum. Flísar á gólfi.
Barnaherbergi með fataskáp.Flísar á gólfi.
Þvottahús innan íbúðar er rúmgott með góðu geymsluplássi og innréttingu. Flísar á gólfi.
Geymsla er innan íbúðar en hún er nýtt sem skrifstofa í dag.
Íbúðin er öll með náttúrustein á gólfi fyrir utan baðherbergi og þvottahús.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sér merkt bílastæði á lóð tilheyrir íbúðinni.
Leiksvæði barna með leiktækjum er á lóð og er sæmæginlegt.
Skv. yfirlýsingu húsfélags hefur sorptunnuskýli verið sett upp og vinna við hleðslustöðvar er fullkláruð.
Hleðslustöðvar eru við bílastæði.
Nánari upplýsingar veitir:Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.