FANNBERG FASEIGNASALA EHF. sími: 487-5028
SUMARHÚS TIL BROTTFLUTNINGS.
Húsið er byggt úr timbri og er klætt að utan með bárujárni, Undir því eru timburbitar, sem hvíla á steyptum stöplum. Húsið var endurbyggt árið 2017, en er að stofni til nokkrum árum eldra. Húsið er einangrað með steinull og að innanverðu eru veggir og loft panelklædd. Húsið telur: Anddyri með flísum á gólfi. Alrými með eldhúsinnréttingu og parketi á gólfi. Salerni með sturtu og flísum á gólfi. Húsið er staðsett í uppsveitum Árnessýslu.
Allar nánari upplýsingar gefur Guðmundur Einarsson lgf. gsm: 863-9528 og netfang: gudmundur@fannberg.is