Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja klassísk fjölskylduíbúð með sérinngangi á efri hæð í fjórbýli.Vinsæl og fjölskylduvæn staðsetning í Kópavogi.
* Sérinngangur* 3 rúmgóð svefnherbergi
* Björt og rúmgóð íbúð
* Laus straxNánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir Lgf. í síma nr 766-9500 eða helen@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð samkv. HMS er 121,90 m2
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu / borðstofu, svalir, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.Forstofa er flísalögð með fataskáp.
Stofa / borðstofa er rúmgóð og björt og opin með Eldhúsi. Parket á gólfi. Útgengt út á rúmgóðar
suður-svalirEldhús er með góðri eikarinnréttingu, gashelluborð, bakarofni, viftu og tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi er flísalagt með góðri innréttingu, upphengt wc og baðkari.
Svefnherbergi 1 er með parket á gólfi og fataskápum
Svefnherbergi 2 er bjart með hornglugga. Parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi
Þvottahús er flísalagt með tengi fyrir þvottavél / þurrkara, borð með vask.
Geymsla er innan íbúðar. Flísar á gólfi.
Í sameign á jarðhæð er
hjóla- og vagnageymsla.Afar stutt í leik og grunnskóla. Þá eru á næsta leiti verslanir (Krónan og nettó), íþróttastarf í Kórnum og stutt í fallegar gönguleiðir og útivist.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3,800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.