Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3DVel skipulögð og björt, þriggja herbergja 67,3 fm. endaíbúð á 1. hæð með verönd með skjólveggjum.
Íbúðin er vel staðsett miðsvæðis við Skálagerði 3, 108 Reykjavík. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Nánari lýsing: Komið er inn forstofu með parketi á gólfi. Aðgengi þaðan inn í önnur rými íbúðar.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu alrými með parket á gólfi og glugga á tvo vegu ásamt útgengi út á timburverönd sem snýr í vestur og er með skjólveggjum.
Eldhús er með neðri skápum sem ná yfir í stofu/borðstofu með flísalagðri borðplötu, stór vaskur, gaseldavél og innbyggð uppþvottavél fylgir með.
Hjónaherbergi er með parket á gólfi og fataskápum. Svefnherbergi II er með teppi á gólfi. ( í tíð fyrr eiganda, var íbúðin áður tveggja herbergja íbúð og eldhúsið var þá staðsett þar sem þetta herbergi er staðsett núna). Baðherbergi er með flísum á veggjum, baðkari með sturtuaðstöðu, upphengt salerni og baðinnréttingu með handlaug. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Sér geymsla er í kjallara ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu og þvottaaðstöðu.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.