Skráð 26. maí 2022
Deila eign
Deila

Árdalur 10

Nýbygging • RaðhúsAusturland/Eskifjörður-735
96 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
45.900.000 kr.
Fermetraverð
478.125 kr./m2
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Húsgerð
Raðhús
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Svalir
Sólpallur
Inngangur
Sérinngangur

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Árdalur 10, Eskifirði, Fjarðabyggð.
Um er að ræða 4ra herbegja 96 fermetra íbúð í raðhúsi.

ABC Byggingar ehf. reisir glæsilegt 9 íbúða raðhús að Árdal 2-18 á Eskifirði.
Húsið er Íslensk hönnun teiknað af Rúnari Inga Guðjónssyni, framleitt af SEVE Ísland ehf og koma einingarnar frá verksmiðju þeirra í Eistlandi og eru samansettar á byggingastað.
SEVE Ísland ehf hefur afgreitt yfir hundrað hús til ánægðra íslenskra viðskiptavina síðustu misseri og er allur frágangur miðaður við íslenska staðla og íslenskar aðstæður.
Húsið afhendist fullbúið að innan og utan, með grófjafnaðri lóð og skjólveggjum á milli íbúða.
Burðarvirki hússins er timbur.  
Húsið er klætt að utan með Alucoil Larsen álklæðningu frá Idex ehf. Aðallitur dökkgrár en gaflveggir og inndregnir veggir minni íbúða eru með ljósri álklæðningu.      Á þaki er báruþakál, dökkgrátt að lit. Svartar álrennur verða utan á þakkanti. Húsið er klætt að innan, veggir og loft með 12,5mm Fermacell harðgifsi, sterkar trefjaplötur sem mygla ekki ef vatn kemst að þeim.
Inngangar íbúða eru yfirbyggðir með viðarklæðningu að innan, við stærri íbúðir er ljós álklæðning og við minni íbúðir er dökkgrá álklæðning. Skjólveggir eru með ljósri álklæðningu.
Gluggar/Útihurðir eru ál-tré gluggar/hurðir, hvítt að innan en svart að utan.
Hitakerfi:  Gólfhitalagnir, tengdar saman við tengigrind. 
Raflagnir: Rafmagn verður fullfrágengið með tenglum og slökkvurum (hefðbundnum, hvítum).
Frágangur innanhús:
Í eldhúsi er hvít hálf-glans innrétting (til 15. mars er möguleiki um val á lit á efri skápa) með króm Grohe blöndunartækjum og 50x40 stálvaski. Vandað Bosch helluborð/bakaraofn, vifta OG AÐ AUKI örbylgjuofn, uppþvottavél og ísskápur m/frysti fylgja. Vifta í minni íbúðunum er fyrir ofan helluborð í innréttingunni. Led ljós eru í innréttingu.
Borðplötur eru úr glæsilegum dökkgráum steini (val til 15. mars). Í stærri íbúðunum er helluborðið í eyju ásamt viftu í helluborðinu sjálfu. Í eyjunni eru tvöfaldir skápar og skúffur.
Í öllum svefnherbergjum og forstofu eru vandaðir hvítir fataskápar.
Í þvottahúsi er stálvaskur með skáp undir.
Innihurðir eru frá Birgisson ehf, hvítlakkaðar og forstofuhurðar eru hvítar með glerrömmum.
Gólfefni eru frá Birgisson ehf, öll gólf nema blautrými og forstofa, verða með vönduðu harðparketi frá Birgisson ehf. Forstofa, baðherbergi og þvottahús/geymsla verða flísalögð. 
Á baðherbergi er vönduð hálfglans hvít baðinnrétting með háum skáp og djúpum skúffum undir vaski.  Salerni verður vegghengt, sturta með steingólfi og glerþili. Blöndunartæki frá Grohe. Krómaður handklæðaofn.
Á baðherbergi verða flísar á tveimur veggjum við sturtusvæði.
Lagnaleið fyrir rafmagnshleðslu út á bílastæði. (hleðslustöð fylgir ekki).
Lagnaðleið fyrir heitan pottbeggja megin við húsið.
Sorptunnuskýli á lóð verða komin.
Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum á hvert hús.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache