Elka lgf. s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna í einkasölu nýjar íbúðahúsalóðir í Flóahreppi, einungis 5 mínútna akstur frá Selfossi.
Frábær staðsetning við bæjarmörk Selfosss þar sem stutt er í verslun og þjónustu - Leik- og grunnskóli við Þjórsárver (Flóaskóli).
Tækifæri að byggja í sveitasælunni með þéttbýlið í seilingarfjarlægð! verð á lóðum frá 8.900.000 kr.
Á skipulagssvæðinu eru afmarkaðar 17 eignarlóðir, Stærð lóða er frá 7.499 m² til 21.938 m², fyrir íbúðahús og tengd mannvirki.
Innan lóða er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús auk þess sem heimildir eru fyrir skemmu og gripahúsi.
Aðkoma er um nýja vegtengingu frá Önundarholtsvegi. Flóahreppur annast þjónustu á svæðinu svosem skólaakstur, snjómokstur og sorphirðu.
Lóðir verða byggingahæfar með vegi, vatni, rafmagni og ljósleiðara við lóðamörk vorið 2025.
Nýtingarhlutfall lóða er skilgreind að hámarki 0,05 og um er að ræða þrenns konar byggingareiti, B1 fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús, B2 fyrir skemmu eða gripahús og B3 fyrir íbúðarhús, bílskúr, gestahús, skemmu eða gripahús. Möguleiki er á beitilandi fyrir hesta stutt frá lóðunum, bæði sumar- og vetrarbeit.
Verð lóða eru með vegi að lóðamörkum, ásamt rafmagni, vatni og ljósleiðara. Kaupandi greiðir tengigjöld skv. gjaldskrá (Rarik, Flóahreppur og Flóaljós).
Verð lóða:
Lóð nr. 1 (B1 og 2), stærð 11.864 fm - byggingamagn að 593 fm - verð: 12.900.000 kr.
Lóð nr. 2 B3, stærð 14.153 fm - byggingamagn að 708 fm - verð: 14.900.000 kr.
Lóð nr. 3 (B1 og 2), stærð 10.116 fm - byggingamagn að 506 fm - verð 10.900.000 kr.
Lóð nr. 4 B3, stærð 12.164 fm - byggingamagn að 608 fm - SELD
Lóð nr. 5 (B1 og 2), stærð 10.488 fm - byggingamagn að 524 fm - verð: 11,400.000 kr.
Lóð nr. 6 B2, stærð 11.563 fm - byggingamagn að 578 fm - verð: 12.500.000 kr.
Lóð nr. 7 (B1 og 2), stærð 11.029 fm - byggingamagn að 551 fm - verð: 11.900.000 kr.
Lóð nr. 8 B2, stærð 11.448 fm - byggingamagn að 572 fm - verð: 12.500.000 kr.
Lóð nr. 9 (B1 og 2), stærð 9.684 fm - byggingamagn að 484 fm - verð: 9.900.000 kr.
Lóð nr. 10 B2, stærð 9.930 fm - byggingamagn að 497 fm - verð: 10.400.000 kr.
Lóð nr. 11 (B1 og 2), stærð 8.939 fm - byggingamagn að 447 fm - verð: 9.500.000 kr.
Lóð nr. 12 B2, stærð 9.499 fm - byggingamagn að 475 fm - verð: SELD
Lóð nr. 13 (B1 og 2), stærð 9.218 fm - byggingamagn að 461 fm - verð: 9.500.000 kr.
Lóð nr. 14 B2, stærð 8.199 fm - byggingamagn að 410 fm - verð: 8.900.000 kr.
Lóð nr. 15 (B1 og 2), stærð 12.815 fm - byggingamagn að 641 fm - verð: 13.900.000 kr.
Lóð nr. 16 B2, stærð 7.499 fm - byggingamagn að 375 fm - verð: 9.500.000 kr.
Lóð nr. 17 (B1 og 2), stærð 21.938 fm - byggingamagn að 1097 fm - verð: 19.900.000 kr.
Hægt er að gera tilboð í fleiri en eina lóð
Það er draumur margra að búa utan þéttbýlis til að hafa meira rými í kringum sig, næði og nálægð við náttúru og fjölbreytta atvinnu, skipulagssvæðið er staðsett suðaustan við Selfoss, milli Gaulverjabæjarvegar og íbúðarbyggðar í Rima.
Íbúðahús geta verið á 1-2 hæðum, hámarksmænishæð allt að 7 metrar.
Byggingar verða tengdar dreifikerfi RARIK, vatnsveitu Flóahrepps sem og ljósleiðarakerfi. Hver lóð er með hreinsivirki (rotþró).
Seljandi skal leggja veg að lóðamörkum á sinn kostnað og skal þeirri framkvæmd lokið fyrir undirritun afsals.
Að auki leggur seljandi kalt vatn, rafmagn og ljósleiðara að lóðamörkum.
Get útvegað upplýsingar um innflutt fullbúin hús frá Lettlandi þar sem fermetraverð er frá 1.700 EUR.
Nánari upplýsingar veitir Elka í síma 863-8813 // netfang: elka@fstorg.is