Fasteignaleitin
Skráð 17. jan. 2025
Deila eign
Deila

Urriðakvísl 18

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
466.1 m2
11 Herb.
6 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
298.000.000 kr.
Fermetraverð
639.348 kr./m2
Fasteignamat
219.800.000 kr.
Brunabótamat
232.150.000 kr.
Mynd af Hólmar Björn Sigþórsson
Hólmar Björn Sigþórsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1984
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2043336
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sagðar í lagi.
Raflagnir
Sagðar í lagi.
Frárennslislagnir
Sagðar í lagi.
Gluggar / Gler
Sagðir í lagi.
Þak
Sagt í lagi.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Þrennar svalir til suðurs og vesturs
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita / Sögð í lagi.
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Móða í 4-5 glerjum.
Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu  Urriðakvísl 18, 110 Reykjavík:

Einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum á fallegum stað innst í botnlangagötu í Ártúnsholti. Búið er að útbúa aukaíbúð með sérinngang á jarðhæð. Húsið var teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Birt stærð er samtals 466,1 fm. þ.a. er íbúðarhluti 413,2 fm. og tvöfaldur bílskúr 52,9 fm.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Eignin skiptist í: 
Miðhæð: Anddyri, gangur / hol, stofa / borðstofa, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi, þvottahús og bílskúr.  
Ris: Stofa, hjónaherbergi, fataherbergi og baðherbergi. 
Jarðhæð: Þrjú stór svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Íbúð á jarðhæð: Forstofa, hol, stofa, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi / þvottaherbergi. 

Miðhæð:
Anddyri: Komið er inn í rúmgott anddyri með fataskáp, flísar á gólfi. 
Gangur / hol: Parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Innangengt af gangi og úr eldhúsi í stóra parketlagða stofu / borðstofu með gólfsíðum gluggum, parket á gólfi. Þaðan er útgengi út á stóran sólpall með rafmagnspotti. Sólpallurinn er á tveimur hæðum með ósnortna náttúru til suðurs og vesturs.
Eldhús: Rúmgott með góðri innréttingu, stór eyja með kvarts borðplötu og góðu skúffuplássi, háfur og spanhelluborði á eyju, tvöfaldur ísskápur, bakaraofn, flísar milli skápa, borðkrókur, parket á gólfi. Frábær vinnuaðstaða með óhindruðu útsýni í vestur.
Baðherbergi:  Rúmgott, upphengt salerni, sturtuklefi, flísalagt með náttúrusteini.
Þvottahús:  Er inn af eldhúsi, með góðri hvítri innréttingu, flísar milli skápa, vaskur, þakgluggi, flísalagt með náttúrusteinum. Þaðan er útgengt út á vestursvalir sem liggja meðfram allri vesturhlið hússins. Úr þvottahúsi er inngangur í bílskúr.
Svefnherbergi 2: Eitt herbergi er á hæðinni, skápur, parket á gólfi.
Bílskúr: Tvöfaldur 52,9 fm. bílskúr með steinteppi á gólfi. Tvennar rafknúnar hurðar hurðir og skriðloft / geymsluloft er yfir öllum skúrnum. 

Rishæð:
Stofa: Stór og björt stofa með mikilli lofthæð, marmaraflísar á gólfi. Þakgluggi ("Norðurljósagluggi") nær stafna á milli og setur gríðarlegan svip á efstu hæðina. Glæsilegur marmara arinn er miðja rýmisins. Útgengi er á flísalagðar vestursvalir. Einstakt útsýni yfir höfuðborgina til sjávar og fjalla.
Hjónaherbergi / fataherbergi: Hjónasvítan er einstök og samanstendur af stóru svefnherbergi, fataherbergi með miklu skápaplássi þar sem skápar ná til lofts. Þar inn af er  skápur lokaður af með tvöfaldri speglahurð, marmaraflísar á gólfi, mikil lofthæð.
Baðherbergið: Úr fataherbergi er gengið inn stórt baðherbergi, falleg innrétting með stórum tvöföldum vask, tvöföld sturta og baðker, upphengt salerni, hiti er í sérsteyptum handklæðavegg, mikil lofthæð, marmaraflísar á veggjum og gólfi.
Gólfhiti er á allri rishæðinni.

Jarðhæð: 
Svefnherbergi 3: Stórt svefnherbergi, skápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi 4: Stórt svefnherbergi, skápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi 5: Stórt svefnherbergi, skápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Hvít innrétting, speglaskápur, upphengt salerni, sturtuklefi, flísar á gólfi og veggjum. 
Geymsla: Rúmgóð, dúkur á gólfi. 

Íbúð á jarðhæð: Búið er að útbúa aukaíbúð á jarðhæð með sérinngang úr garði á vesturhlið hússins. Íbúðin samanstendur af forstofu, holi, stofu, eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi / þvottaherbergi.
Forstofa: Skápur, flísar á gólfi.
Hol: Parket á gólfi.
Stofar: Rúmgóð, parket á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting, ofn, helluborð, flísar milli skápa, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott, fataskápar, parket á gólfi.
Baðherbergi / þvottaherbergi: Hvít innrétting, sturtuklefi, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísalagt í hólf og gólf. 

Góðir gluggar eru með fram allri vesturhlið hússins. Auðvelt er að breyta herbergjaskipan á jarðhæð og útbúa þar tveggja til fjögurra herbergja íbúð, skrifstofurými eða vinnustofu.

Garður:
Garðurinn snýr til suðurs og vesturs og rennur saman við Elliðarárdalinn þar sem húsið er innst í botnlanga og engin byggð við þær hliðar hússins. Tjárækt og skógur er á þrjá vegu. 
Garðurinn er afar skjólsæll og hannaður með lágmarksviðhald að leiðarljósi. Gróðurkassar eru tilbúnir fyrir grænmetisræktun. Stórir sólpallar bjóða upp á hámarksnýtingu sumarsins. Hiti er í bílaplani og stétt. Húsið stendur innst í botnlanga og bílastæði eru næg.

Húsið:
Húsið er steypt og byggt árið 1984. Húsið er teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. 
Parket  í húsinu er gegnheilt með síldarbeinsmynstri. Parketlagður stigi er milli hæða. 
Einn af höfuðkostum hússins er hversu vítt er til veggja, mikil lofthæð og magnað útsýni á þrjá vegu.

Um er að ræða frábæra fjölskyldueign á þessu vinsæla stað. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu skóla og leikskóla sem og íþróttasvæði Fylkis, Elliðaárdalinn og Árbæjarlaug, fallegt útsýni. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is. 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/08/2021127.100.000 kr.166.500.000 kr.466.1 m2357.219 kr.Nei
17/03/201695.250.000 kr.108.000.000 kr.466.1 m2231.709 kr.
09/01/201386.350.000 kr.75.000.000 kr.466.1 m2160.909 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1984
52.9 m2
Fasteignanúmer
2043336
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
27.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin