Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu nýlegt 4ra herbergja 117fm endaraðhús á einni hæð.
Eignin skiptist í forstofu, gang, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu og þrjú svefnherbergi.
Forstofa er flísalögð og þar er góður skápur
Gangur er parketlagður
Stofa er parketlögð og hurð er út á baklóð frá stofu. Timburverönd er um tvo metra út frá húsi.
Í eldhúsi er parket á gólfi, þar er vegleg innrétting með góðum tækjum, ofn, helluborð og vifta. Eldhús og stofa liggja saman í stóru opnu rými.
Á baðherbergi eru flísar bæði á gólfi og á veggjum, þar er góð innrétting með aðstöðu fyrir þvotttavél og þurrkara, stór flísalagður sturtuklefi, upphengt salerni og handklæðaofn.
Svefnherbergin eru þrjú og eru þau öll parketlögð, fataherbergi er inn af hjónaherbergi og góðir skápar eru í barnaherbergjum.
Geymsla er flísalögð og þar eru góðar hillur á vegg
*Björt og rúmgóð eign í alla staði
*Þrjú góð svefnherbergi
*Rúmgóð geymsla með góðu hilluplássi
*Innkeyrsla er hellulögð
*Lóðin er mjög stór og er hún grasilögð að mestu
Allar nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
S. 661-9391 eða 420-4000
halli@studlaberg.is