Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Hlíðarvegur 27 - Vel skipulagt 5-6 herbergja tvílyft einbýlishús á Ólafsfirði - stærð 212,1 m²
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Neðri hæð, 76,7 m²: Forstofa, hol, þvottahús, tvær geymslur, snyrting og svefnherbergi.
Efri hæð, 135,4 m²: Hol/gangur, eldhús, stofa, borðstofa, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er gráum flísum á gólfi og gólfhita. Stigi er lakkaður og á stigapalli er gólfhiti. Nýlegur gluggi.
Eldhús hefur verið endurnýjað, þar er vönduð svört innrétting frá Kvik og ljós bekkplata. Miela helluborð, ofn og uppþvottavél. Hiti er í gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými, þar er sjónflot á gólfum og gólfhiti. Stórir gluggar til suðurs og vesturs og hurð út á steypa stétt. Gluggar voru endurnýjaðir árið 2024.
Hol/gangur er með sjónfloti, gólfhita og innbyggðum skáp með rennihurðum.
Svefnherbergin eru þrjú á á efri hæð, voru fjögur áður. Ljóst plast parket er á gólfum og í hjónaherbergi er stór hvítlakkaður fataskápur. Ofnalagnir eru í svefnherbergjunum hafa verið endurnýjaðar.
Stórt herbergi er á neðri hæð þar sem áður var bílskúr. Þar er harð parket á gólfi.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað. Þar eru flísar á gólfi og veggjum, hvíttuð eikar innrétting, upphengt wc, stór sturta með innfelldum tækjum, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Hiti er gólfi.
Snyrting er á neðri hæðinni. Þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting og wc.
Þvottahús er með sér inngangi og getur því nýst sem annar inngangur fyrir eignina. Þar eru gráar flísar á og gólfum, vaskur og opnanlegur gluggi.
Tvær geymslur eru á neðri hæðinni, önnur inn af þvottahúsi með harð parketi á gólfi og opnanlegum glugga og hin er inn af herberginu, þar er opnanlegur gluggi og lakkað gólf.
Á holi inn í svefnherbergi á neðri hæð eru gráar flísar á gólfi og tengi fyrir t.d. þvottavél.
Annað
- Þak var yfirfarið árið 2016 og sett nýtt járn.
- Bílaplan og stétt eru steypt og með hita í.
- Búið er að endurnýja lagnir frá baðherbergi.
- Gólfhiti er í forstofu, á stigapalli, í eldhúsi, stofu, borðstofu, gangi og baðherbergi.
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla og endurnýja raflagnir í eldhúsi.
- Búið er að endurnýja glugga í stigauppgöngu, einu barnaherbergi og stofu.
- Búið er að teygjumála yfir helstu sprungur.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.