Fasteignasalan TORG kynnir: Rúmgóð og falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með bílskúr í þessu fallega fjölbýlishúsi eftir Sigvalda Thordarson. Alls er eignin 132,7fm. Íbúðin skiptist í hol, aðalrými með borðstofu og stofu og útgengi á svalir, baðherbergi, þvottaherbergi, 3 svefnherbergi, eldhús, auk geymslu, skráða 10,7fm og bílskúrs skráður 23,1fm. Allar nánari Upplýsingar veita Ragnar fasteignasala í GSM: 844-6516, ragnar@fstorg.is og/eða Sigurður lgfs GSM: 898-6106, sigurdur@fstorg.isNánari lýsing:Gangur/hol: Gengið inn á rúmgóðan gang/hol með fataskáp og parket á gólfum íbúðar.
Eldhús: Rúmgott, góð innrétting, rými fyrir ísskáp og uppþvottavél. Ofn í vinnuhæð. Borðkrókur og góður gluggi.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengi á suður svalir. Fallegur gólfsíður gluggi setur skemmtilegan svip á rýmið.
Hjónaherbergi: Rúmgott með fataherbergi.
Barnaherbergi: Bæði eru með fataskáp og góðum glugga. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með sturtu og upphengdu salerni. Flísar í kringum sturtu.
Þvottaherbergi: lítið en með tengi fyrir þvottavél og þurkara.
Svalir: Góðar svalir sem snúa í suður.
Geymsla: skráð 10,7 fm sérgeymsla í sameign.
Bílskúr: skráð 23,1 fm. bílskúr í sér bílskúrhúsi fyrir framan húsið. Kominn tími á lagfæringu á gólfi og ytra byrði hússins alls.
Í sameign er þvottahús og hjóla- og vagnageymsla.
Lóðin: Sameiginleg lóð, snyrtileg og vel hirt.
Samantekt: Rúmgóð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með bílskúr, í góðu fjölbýlishúsi. Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 132,7 fm, þar af er íbúðarrými 98,9 fm, geymsla 10,7 fm og bílskúr 23,1 fm. | Fasteignamat 2025 er 75.500.000,- Eignin er vel staðsett miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í skóla, verslanir, almenningssamgöngur og alla helstu þjónustu.
Allar nánari Upplýsingar veita Ragnar fasteignasala í GSM: 844-6516, ragnar@fstorg.is og/eða Sigurður lgfs GSM: 898-6106, sigurdur@fstorg.is____________________
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.